- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
382

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

382

um skattbændátal 1311.

ing«, og ættu eftir þvi allir bændur að hafa gefið, jafnt
fá-tækir sem ríkir, ef málsvenjan til forna hefur verið hin sama
og nú. Enn eftir hugsunarhætti fornmanna virðist varla
lík-legt, að gengið hafi verið firir hvers mans hnje. Vilhjálmur
Finsen og Konrad Maurer hafa og sínt, að sá bóndi var varla
talinn maður með mönnum, sem ekki galt þingfarkaup.x)
Til samanburðar má geta þess, að Ari fróði segir svo frá
þingfararkaupsbænda tali Gizurar biskups: »En hann hafði
áðr látit telja búendr á landi hér«. Pá segir hann, hve
margir vóru i hverjum fjórðungi. Og loks, þegar það er búið,
bætir hann við: >En ótaldir vóru þeir, er eigi áttu
þingfararkaupi at gegna of allt land«.2) Það er eins
og hann alt i einu ranki við sjer, að orðin á undan kinni
að verða misskilin. Landnáma minnist og á tveim stöðum á
þetta manntal, og kallar á báðum stöðum þá, sem taldir vóru
»bændur«, getur þess ekki, að neinir væri ótaldir.3) Jeg er
þvi sannfærður um, að ekki hafa aðrir verið látnir taka þátt
í samskotunum enn þingfararkaupsbændur, ef slikir hafa þá
verið til, eða bændur, sem stóðu þeim jafnfætis að efnum
og þegnlegum rjettindum og skildum (þingheijendur i
víðtæk-ari merkingu). Líklega munu jafnvel einhverjir af þessum
hafa skorast undan að leggja nokkuð fram, eins og gerist,
þegar um samskot er að ræða, og er það trigging firir því, að
þær tvær áætlanir um mannfjöldann, sem gerðar eru hjer á
eftir, sjeu, hver frá sínu sjónarmiði, ekki of háar. Gildi
þessara áætlana er auðvitað fremur öllu öðru undir því komið,
hvort grundvöllurinn, sem þær standa á, frásögn Snorra, er
áreiðanlegur.

I. áætlun.

(Skirleikur silfursins: 2/s silfur, messing).

1. Feldardálkurinn vó smiðaður 50 merkur i skiru silfri.

2. Móts við það eru smíðalaunin 25 merkur skírt silfur.

3. Aður enn smiðalaunin vóru dregin frá vó hið skírða
silfur 75 merkur.

’) Sbr. bjer að framan á 348. bls.

!) íslendingabók 10. k. Sbr. Kristni saga 13. k. Sturl. Oxf. I
205. bls.

») Landn. Stb. 170. og 262. k. Útg. 1843, 167. og 236. bls. Melabók
liefurþó á síðari staðnum: „þá er talit var bændaval."

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0394.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free