- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
390

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

390

SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.

jarðeldur gaus út af1) pyttinum og uppbrendi landið umhverfis,
þó mest til norðurs og suðurs, og með sinni skielfilegu verkun
umrótaði svo eldurinn, að brunnið grjót, hraun og klettar svo
sem ullu og suðu upp úr jörðinni, þetta hraun er að lengd
vissulega ein míla eður meir, ófært yfirferðar; nyrðri endi á
þessu hrauni stefnir á Þeista Reyki, sem hér um 3 mílur
liggja frá Kröflu til nórðvesturs og er eitt brennisteinsfjall,
sem nú- er og tekið til að brenna, og lítur út sem þetta pláss
muni gjörvalt falla í eld og bruna. Anno 1728 18. aprilis um
morguninn kl. hier um 2, iðuglegum jarðskjálftum2)
undan-gengnum um nóttina, spjó og brann hinn annar
brennisteins-pytturinn í Leirhnúki með viðlika móti sem sá fyrri, utan
hvað effeetus þessir eru3) hinum ógurlegri, hier fylgði og4)
jarðeldur með, sem þeim fyrri, sem engvu5) minná brendi.
Dm þetta bil so sem einum tima síðar brann sá þriðji
pytt-ur6) í Leirhnúk, rétt með sama móti og hinn annar og i
þeim eldgangi’) af tók það mikla hraun, sem þá brann upp
allan veg norðaustur frá Reykjahlíð, so þar verður nú ei yfir
komist. Þegar nú á þessum morgni þvílikar ógnir ágengu,
var allt norðausturloptið í logandi báli, lagði þetta bál yfir
Reykjahlíð og fram á Mývatn, en fyrir guðs miskunsemi og
volduga hjálp, sló ekki eldinum ofan á bæinn, annars hefði
það gylt(!) bæði menn og hús og allar skiepnur þar i plássi.

3° Á sama ári og degi, sem hér er fyrir ofan8) sagt,
um morguninn kl. 6 brann og spjó Hrossadalur í fyrsta sinn.
Hrossadalur er eitt dallendi, liggur ekki iangt frá Bjarnaflagi
til norðurs, var gras og viðarland og aldrei hafði þar áður
fornumist hiti eða velgja í jörðunni. Þessi bruni skeði með
þvílíku ofboði og ógn, að mann skyldi ekki annað þenkja en
hvinur bálsins af jarðeldinum vildi allt uppsvelgja,9) hér með
fylgði ein dauðans hræðsla og ótti, so menn urðu ráðlausir,

») frá.

») skiálftum.

а) voru.

4) og með.

*) sem jjeim fyrra engu.

б) þriðji stóri pyttur.

7) bruna og eldgangi.

8) nærst fyrir ofan.

9) slúka.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0402.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free