- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
397

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

397 SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.



þorði nærri að koma. Þetta fjall brann mest af öllum
brennisteinsfjöllunum og meir en höfuðfjallið Krafla.



Hithóll liggur til sudvest frá Leirhnúk, ungefehr eitt
stadium, er og þar um bil umhverfis; hann færði alltíð sinn
bruna vestur að Reykjahliðar fjalli, hvar af menn slutta fyrir
víst, að eldurinn hafi fundið sér þá meatus i jörðinni, sem
liggja muni að Mývatni og Reykjahlíð.



Bjarnaflag er áfast að vestanverðu við það
brennisteins-fjall Reykjahliðarnáma, liggur frá Reykjahlíð ungefehr mílu,
og síðan Anno 1725 hefur það brunnið forferdilega; þar til
og einnig hefur jörðin opnað sig þar síðan og gressilega
sundursprungið, allt til Bláfjalls mót suðri og Leirhnúks,
Hit-hóls og Reykjahlíðarfjalls gegnt norðri, hver jarðsprunga er
vissulega á lengð 2 mílur.

Fyrir utan þetta er og jörðin sundursprungin i
allmörg-um stöðum, so sumstaðar eru vegir öldungis af, en sumstaðar
stórháski og lífsfár yfir að komast. í*að skeður og tíðum, að
kvikfénaður fellur í þessar gjár og sézt aldrei aptur. Hér
fyrir utan er eitt annað hættusamligra, að þá sandur eða
snjór fýkur yfir og mennirnir skyldu ganga þar, þá kostar
það þeirra líf, falli þeir þar i. Exempel hér uppá hefur skeð
í Reykjahlíð hjá prestinum sira Jóni Sæmundssyni á einni
stúlku, sem féll í jörðina, þó hún samt aptur lifandi næðist.
Þessar gjár úr Bjarnaflagi strekkja sig allt að Reykjahlíð, er
jörðin þar sumstaðar opnuð, en sutnstaðar er hún dagliga að
opnast, so guð má vita, hvar það vill lenda. Hvað víðara er
að segja um þessi 4 brennisteinsfjöll, það er allt áður refererat
í þeirri relation, sem prentuð var í Kaupenhavn 1726.

5.

Reykjahlíðar Námar er eitt fjall, liggur frá Reykjahlíð vel
so eina J/a mílu mót austri og er eitt hið mesta
brennisteins-fjall, og þó það hafi í langa tið að innanverðu brunnið, þá
hefur það samt ekki sýnt þvilíkan effectum sem hin fjöllin.

• Par Uggur nú almennings vegur yfir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0409.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free