- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
396

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

396

skýrslur um mývatnselda.

Appendix IIIia
um

Situationen þeirra brendu fjalla og brunaplássa
við Mývatn.



Það brennisteinsfjall Krabia, sem A° 1724 d. 17da Maji
útkastaði af sér með einum ógnarlegum hætti, sandi, ösku og
glóandi steinum, liggur frá Reykjahlið við Mývatn hér um V/i
mílu til nordost. Frá Reykjahliðar námum 1 mílu til
nord-nordost, frá Húsavik ungefehr 6 mílur til sudost. Frá
Keldu-hverfi og Axarfirði við Jökulsá eirc. 4 milur til sudvest. Frá
Norðmel við Jökulsá 2 mílur til vesturs. Þetta fjall er
um-hverfis circ. 1 míla. í þessu fjalli er ein ógnarlega stór gjá,
sem opnaðist og eftirvarð Anno 1724, þegar það útkastaði af
sér grjótinu, sandinum og öskunni, hvor gjá er sem einn
ærið djúpur dalur, so menn vita ekki né sjá hennar dýpt,
einkum fyrir reyk og iðuglegri brennisteinsfýlu, sem þar upp
af gengur.



Leirhnúkur, sem tók fyrst til að brenna 1725, þann 11.
Januarii, liggur frá Kröflu */2 mílu til nordvest, er lágt fjall
en í sínu circumference hér um 3 parta úr mílu, hann brann
með þeim undrum á stuttum tíma, að þar sem fjallið var áður
heil og hrein jörð, so er það nú allt í einum brennandi
brennisteini með reyk og svælu, so engin manneskja kann
þar yfir að komast. Ótal margar brunnar brennisteinsgjár
eru þar komnar í jörðina og koma daglega, so að kvikfénaður
og hestar, sem þar kringum ganga, sökkva lifandi í jörðina
niður, undir eins og hún á augnabliki opnar sig undir þeim, so
þeir, sem þarnærri búa, lifa í stórum elendigheitum. Hér fyrir
utan hefur þetta fjall opnað sig í tveim stöðum með
for-ferdilegum gjám, hvaðan að alloft uppgengur so mikill reykur
í loftið, að alt fjallið og önnur kringumliggjandi hyljast, þar
hefur og (fyrrum) meðfylgt so mikill stormur og ógnarligur
grenjandi, so sem fjallið vildi svelgja í sig alt hvað nærri því
væri, so það mátti vera einn hugaður maður, sem þar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0408.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free