- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
401

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

401 SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.



min Hjemkomst vil Gud til Kjöbenhavn at producere. Iöfrigt
forbliver jeg med ald Estime

Edle Hr. Laugmands

tjenstvilligste Tjener

Henrich Schougaard.

Huusevigs Kramboed
d. 9. Augustii 1730.

Oplæst og protocoleret for Retten
paa Haganess Herreds Ting d. 11. September. 1730.

Auglýsir lögmaðurinn og einnig að hann hafi meðtekið
háeðla herra stiftbefalingsmannsins bréf af dató 13. Aprilis
1730, hvar inní hans Excellence vill hjá lögmanninum
endi-lega vita og vænti svars hvorsu ásigkomið sé um þann
upp-komna brennisteinseld og liver skaði af honum orsakast hafi,
með víðara, sem hans Excellencis bréf um mælir. fessu
næst auglýsti og lögmaðurinn, að veleðla hr. Commerce Raad
Peder Keysen, sem er principal til Húsavikur hafnar hafi sér
hér um til skrifað, hvort hans bréf er daterað 17. Júní nærst
fyrirfarandi, sem hér var í réttinn framlagt af lögmanninum
og þar af upplesið svo mikið sem þetta efni áhrærir, og er
sama innihalds, sem áður umgetið kaupmannsins innlegg.
Lögmaðurinn kvaðst og hafa stóra nauðsyn til alvarlega að
inquirera um þetta hræðilega og fáheyrða tilfelli, so að hann
kunni það allra undirdanugast hans Kongl. Majst að referera,
samt hans Excellence háeðla hr. stiftbefalingsmanninum eftir
áður umgetnu hans bréfi, hvar fyrir hann hefur til þessa
þings kallað sóknarprestinn hér við Mývatn sira Jón
Sæ-mundsson ásamt alla þessa hrepps búendur til áð vitna og
greinilega undirrétting á gjöra um þenna hræðilega eldsbruna
hans Effecter, nær hann byrjaðist, hvern skaða hann þessari
sveit gjört hafi og hvort hann sé niðurdempaður eður eigi,
°g að þeir hvor í sinn stað gjöri hér þá skýrustu grein og
undirrétting á, sem þeir vilja fyrir guði og hans Kongl. Majt
forsvara og viðstanda eftir því sem sérhvor þeirra kann
frek-ast að tilminnast. Mætti nú hér fyrir réttinum presturinn
sira Jón Sæmundsson og með honum flestallir
Mývatnshrepps-innbúendur og játa sig þessa lögmannsins aðvörun fengið
hafa og eptir henni séu þeir hingað komnir að gjöra alla þá

26

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0413.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free