- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
402

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

402

SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.

upplýsing sem þeir kunni í áðursögðu efni. Framlagði nú
presturinn sira Jón Sæmundsson eitt bréf undir sínu nafni
ásamt hans átta sóknarmanna, sem upplesið og uppáskrifað
var og innfærist Lit. B. orðrétt hljóðandi sem eftir fylgir.

[Þá kemur orðrétt skýrsla Jóns prests Sæmundssonar,
Appendix secunda, með undirskrifuðum sömu 9 nöfnum].

Framar auglýsir presturinn, hr. Jón Sæmundsson og hans
sóknarmenn, hér opinberlega fyrir réttinum, að auk þess sem
áður er skrifað og innfært um eyðilegging Reykjahliðar af
áðurnefndum eldsbruna, hafi sá sami jarðeldur eyðilagt og
uppbrent Gröf, heimaland frá Reykjahlíð, tún og land, og
þar sem húsin bæjarins stóðu sé hraun uppkomið ekki minna
en tíu faðmar á hæð og allt land þar um kring fordjarfað;
þar næst hafi sami jarðeldur hlaupið að Fagranesi, sem var
næsta jörð Gröf, eyðilagt bæinn og uppbrent með húsum,
heyi og túni, einnig land og engi til grunna fordjarfað, so
að þar sem bærinn stóð sjást nú engin líkindi til að þar
hafi nokkurn tíma hús verið, og varla af kunnugustu
mönn-um; en í þann stað uppkomið hraun og brunnið grjót með
sama móti og um Gröf segir. Eptir það hafi sami jarðeldur
hlaupið í Grímstaða land, sem er næsti bær við Fagranes,
það fordjarfað og eyðilagt að austanverðu, bæði engi og
út-haga, so ábúendurnir með konum og börnum flúðu í burt
þaðan til að forða lífinu og rifu niður skömmu þar eptir
hús jarðarinnar, so hún það ár eyðilagðist, en eptir það
jarð-eldurinn stöðvaðist í Mývatni, varðveittist tún og það eftir
var af engjum og landi þeirrar jarðar, so hún er nú sem
stendur bygð, þó langt fjærri með sama leigumála og fyrrum.
Einnig framber presturinn og hans sóknarmenn sameiginlega
að enn nú sé eldlegur hiti með iðuglegum reyk og svælu
hér i þessu plássi sem áður; slíkt guðs straff hefir yfir gcngið
fyrir norðaustan og austan Reykjahlíð, og sennilegt er, nema
guð afvendi þýngra straffi, að þessi jarðeldur útbreiði sig
suður fyrir Mývatn og eyðileggi og fordjarfi þann part
þess-arar sveitar, sem hann hefir gjört við Reykjahlíð og þar
kringumliggjandi jarðir eftir því sem áður er umgetið. Hér
að auki auglýsti presturinn ásamt hans sóknarmönnum, að
fyrir þessi skelfilegu tilfelli, hvar af þeir hafa misst sína björg
og næring bæði af landinu og veiðiskapnum í Mývatni, sem
þangað til var þeirra bezta uppheldi, séu þeir vorðnir so

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0414.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free