- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
405

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3. KRAFLA,

eldfjall nálœgt Mývatni.

Samtýnt úr ritlingi Halldórs Jakobssonar á danska tungu 1757, Islands.
reisu Jþeirra Eggerts og Bjarna og fátt eitt eptir eigin sjón 1794.

Eftir Svein Pálsson.

Mývatnsbyggð er sveitarkorn kringum stórt stöðuvatn,
er Mývatn heitir, í Norðlendingafjórðungi, fram til fjalla upp
af austurhluta Þingeyjarsýslu, áþekk að lögun og landslagi
Þingvallasveit á Suðurlandi. Sýnist þar frá alda öðli hafa
verið hið ógurlegasta samsafn jarðeldsefna,
brennisteinsnám-ur og leirpæluhverir, jörðin þar á móti einber eldvörp, stór
og smá, með ýmsu lagi, svo ei má tölu á koma, Iika
bruna-hraun ný og gömul. Lítur svo út sem pláss það allt, og
langan veg til fjalla suður, sé af eldum ýmislega umrótað,
hafi, fyrr en land þetta var fyrst numið eða þekkt, sokkið
þar niður, sem nú er vatnið, og horfið þá undir eins
vatns-fall nokkurt, er þangað rann frá fjöllum sunnan, en fyllt upp
dældina á eptir og tekið sér farveg út til Skjálfandafjarðar,
þar nú heitir Pverá og að neðanverðu Laxá; er hún með
stærri bergvatnsám. En í Mývatn að ofan er ei um getið að
renni nein talsverð vatnsföll. Suður af til land- og útsuðurs
frá Mývatni eru geysimikil öræfi með ótal eldvörpum, það
mönnum er kunnugt, allt brunnið. Er þar langt i landsuður
kallað Fremrinámar, Trölladyngjur og Herðibreið, sem eldum
hafa gosið, líka hið náfntogaða Údáðahraun, allt suður um
norðvesturenda Klofajökuls og kallast þar Hágönguhraun,
suð-vestur undir Síðujökli. Virðist þetta eldstrik liggja þvert

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0417.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free