- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
404

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

404

SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.

Num. 6.

Eptirspurði lögmaðurinn alla saman komna
þingsóknar-menn, hvorsu ástatt hefði verið um Jökulsár hlaup og
yfir-gang á næstliðna vetri og óskaði, að þeir gjæfu sér þar um
sanna undirrétting. Og var það þeirra sameiginleg sögn og
undirrétting, að hún á undanförnum vetri, hafi með skelfilegu
hlaupi, sem ellztu menn tilminnast að slikt ei skeð hafi, hafi
burttekið nær allt engi þessarar sveitar, land og haga
stór-kostlega fordjarfað og gjört nú nýja farvegu vestur um
Keldu-hverfissand, so sýnilegast sé hann að engum notum verði
hér eptir, sem var til forna þessarar sveitar bezti styrkur til
heyskapar og útbeitar; sýnilegt er, að fyrir slíkan Jökulsár
umgang falli þessi sveit í kopun og eyðilegging, nema þar
betri lagfæring til komi, sem nú er ei sýnileg. Sérdeilislega
umkvarta ábúendur á Keldunesi og Krossdal, að túnin séu af leir
og sandi fordjörfuð af meira en helmingi, þar af verði engin
gras von á þessu sumri, úthýsi jarðanna komin í leir og fen,
þau sem ekki affjellu i árhlaupinu í vetur; en þau eptir
standa full með vatn upp í miðja veggi nú sem stendur,
vilja því gjarnan sökum slíkra nauðsynja losast við sínar
ábúðarjarðir, nú strax á þessu vori, ef fá kynnu hægri
leigu-mála. Sama er að segja um jörðina Vikingavatn, að Jökulsá
hefur mest allt hennar engi rúinerað, og eptir sem nú er
sýnilegt, er sú jörð í stærstu spjöll komin, eiganda og
ábú-anda til stórskaða.

Hétt eptir Norðursýslu héraðs protocol testerar með hönd
og signeti

B. Thorsteinsson.

í bréfi til Commerceraad Schovgaards dags. Rauðuskriðu
13. sept. 1730, sem líka er geymt í Ríkisskjalasafni, getur
Benedikt lögmaður þess, að Jökulsá hafi aftur hlaupið í
ágúst-mánuði 1729 og hafi nú eyðilagt það sem eftir var af
engj-um og nokkuð af túnum. »Þar sem áður var gras og engjar,
er nú alt komið í aur, sand og smákvíslar, og er
fyrirsjáan-Iegt, að þar sprettur aldrei gras framar«. Jökulsá tók líka hið
litla af heyjum, sem bændur voru búnir að ná saman, svo
til vandræða horfðist um fjárhöldin næsta vetur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0416.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free