- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
412

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BÆJANÖFN Á ÍSLANDI.

Eftir Finn Jónsson.

I.

Orðið »örnefni« er í daglegri ræðu haft um staðanöfn
og bæjanöfn, ef bæjirnir eru í eyði, en ekki er orðið haft
um byggða bæji eða ból, svo að jeg viti, og þó mætti það
eins vel vera haft um þá, þar eð það merkir ekki annað en
»frumnöfn«, eiginleg nöfn, og er jafnvel haft í fornu máli
um mannanöfn. í þessari ritgjörð verða tekin til greina ekki
einúngis bæja nöfn, þeirra er byggðir eru, heldur og hinna,
er ekki eru byggðir og hafa ekki verið byggðir ef til vill
mörg hundruð ára, það er að segja örnefni, er fyrr eða síðar
hafa verið bæjanöfn og vjer höfum getað náð í.

Önnur örnefni og staðanöfn eru í raun og veru
jafn-mikils virði, en það er hverjum einum manni ókleift að fást
við þau; þau eru svo mörg í hverri sveit að þúsundum kann
að nema, og oft jafnvel ekki nema fáir í hverri sveit sem
þekkja þau til hlítar. Væri best, ef einn maður eða tveir í
hverri sveit tækju sig til og söfnuðu þess konar nöfnum og
sendu þau t. d. Landsbókasafninu í Reykjavik. !Þó ætti helst
að vera einn maður eða fleiri, sem hefðu nokkurs konar
yfir-stjórn þessarar söfnunar og sæju um, að til hennar gerðust
hæfir menn og að sömu meginreglum væri fylgt alstaðar og
sama skipulagi.

Þess konar nöfn hafa mjög mikla þýðingu, einkum
vís-indalega.

Á norðurlöndum hefur stundun þeirra farið mjög í vöxt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0424.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free