- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
415

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

414 BÆJANÖFN Á ÍSLANDI. 415

414

eitthvert nafn kunni að vanta,sem vel getur komið fyrir,
þá gerir það minna til, því má þá bæta við í flokkinn sem
það heyrir til og skjóta því inn eftir skyldleika sínum við
hin. Hitt get jeg ekki farið út í að greina nöfnin eftir aldri
þeirra eða rannsaka hvað gamall hver bær er; það er önnur
rannsókn út af fyrir sig, og væri æskilegt, að hún væri gerð
að svo miklu leyti sem hægt er. Það er auðvitað, að bæjir
eða kot, sem ekki eru í Árna jarðabók en t. d. í Johnsens,
eru sjálfsagt eða að öllum likindum ýngri en ævi Árna. Þess
skal getið, að t. d. í Landnámu finst ekki eitt einasta »kot« —
sem sjálfstætt bæjarnafn. ?au eru víst öll ýngri »kotin« á
Islandi en fornöldin, og votta best afturför þá, sem gerst
hefur á miðöldum landsins. Mætti og um það efni gera
sjerslaka rannsókn. Og svo er um fleira í þessu máli.

Ekki má það kallast óþarft að skoða bæjanöfnin
mál-fræðislega og skýra hina rjettu mynd þeirra og stöfun. Því
miður eru menn oft með skýríngartilraunir, sem hvorki hafa
nægilega þekkingu nje heimildarrit, og það sem verra er,
menn koma stundum með kátlegar skoðanir á þvi hvað
>eiginlega« sje rjett mynd. Eins og vafi geti leikið á þvi,
að sú myndin sje ein rjett, sem nafnið hefur haft frá því að
það og bærinn varð til. Til dæmis halda sumir, að myndir
sem Eiðar, Hrísar osfrv. sje »afbökun« (af Eið, Hrís), en því
’er fjarri; þetta, að hvorugkynsorð breytist i karlkyns- eða
kvennkynsorð í fleirtölu, þegar það verður eiginnafn, er
málvenja og regla, hreint og beint lögmál í túngunni, sem
rekja má svo lángt aftur i tímann sem sögur eru til. Það
V0eri óðs manns æði að vilja fara að breyta þessu og öðru
eins. Eins er með fleiri orðmyndir; t. d. þegar bær heitir
Hlaðnir og er ekki kallaður öðruvísi af ábúendum og fólki í
somu sveit, þá heitir bærinn auðvitað Hlaðnir, en hvorki
Hlaðir nje enn síður Hlöður. Orðmyndin er til orðin svo:
e’gnarfallið var Hlaðna og kom oft fyrir; frá eignarfallinu
hvarf n yfir í hin föllin og festist þar. Slíkt er algengt.
Lika var oft n skotið inn í eignarfalli fleirtölu (eftir »veiku«
beygíngunni) og það mjög snemma (t. d. í fylU, fylkna\ nú
getum vjer ekki sagt annað nje skrifað en sólna; vjer segjum
aldrei sóla); þetta var mjög oft gert í flt. af völlur, vallna;

Þar er helst um nýbyli frá síðari og síðustu tímum að ræða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0427.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free