- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
420

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

414

BÆJANÖFN Á ÍSLANDI. 420

heimr.

Þetta nafn þykir, eins og drepið var á, allmerkilegt í
Noregi og talið með elstu nafnliðum þar. Þó er auðsjeð, að
það er ekki rjett að telja það úrelt til nafngiftar á 9. öld.
Það hittist á Hjaltlandi (sjá J. Jakobsen, Aarb0ger 1901 s. 104
og frv.), en ekki í Færeyjum; á íslandi er það tíðara en
menn hafa ætlað, sem sjá má af eftirfarandi lista:

Eint.

eftir legu:
Meðalheimr XV. XVI. XVIII.

eftir eðli:
Vindheimr (e. Mófellsstaðakot)
VII (J. hefur-ar). XV (Grett.).
Blíðheimr VI.

eftir Baldri:
Baldrsheimr XVII. XVIII.

eftir öðru:
Gandheimr VII.

Flt.

eftir eðli:
Sólheimar II (e.
Loðmundar-hvammur; = eystri — ytri).
V. XI. XIII (2; annar lika
kallaður: Skerbrekkur e.
Þorgerðarbær). XV. XVI (4).
XVII (e. Hólastekkr).
Vindheimar V (-r AM). XII (2),
XVI. XVII (neðri; efri
-neðstu).

Manheimar XI.

Við alt þetta má bæta nafninu Undirheimar X (DI III), sem
þó ekki er bæjarnafn. ÖIl þessi nöfn sýnast vera gömul og
sum eru það svo sanna má. Merkíngin í orðinu heimur er
Ijós; alstaðar er vist víðlendi og útsjón mikil, svo er það t. d.
frá bænum Baldursheimi, mikil og fögur útsjón og
fjallahríng-urinn alt umhverfis. Nafnið er efalaust fornt og frá heiðni;
nafnið Breiðablik hefur vakað fyrir þeim, sem gaf nafnið.
Sólheimar eru sólsælir allan daginn, þar sem jeg þekki
til-Hvernig á nafninu Gandheimur stendur, veit jeg ekki; gandur
þýddi töfrastafinn, sem völur og seiðkonur notuðu við atferli
sitt. Manheimar er rángt að rita Mann- (J); fyrri liðurinn er
eftir áreiðanlegri upplýsingu borinn fram maw; nafnið er víst
heiti eftir Manheimum (í Heimskringlu t. d.). Merkilegt er það,
að 4 af þessum heim-nafna bæjum heita lika öðrum nöfnum,
sem heldur eru rýrandi, og ber það líklega vott um þá
aftur-för, sem síðar verður vart. Alls og alls eru þessi nöfn
ein-hver hin merkilegustu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0432.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free