- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
426

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

426

bæjanöfn á íslandi. 414

eftir manni: eftir erni:

Bergþórsbæli VII. Arnarbæli IV (Bisk. I). V (2).

Pétrsbýli IV. IX. XI. XVIII.

Snœbýli er víst dregið af snjókomu (fannfergi). Svaðbæli,
sem nafnið nú kvað hljóða, er afbökun úr Svart- eða
Svarts-bœli; svo er nafnið skrifað (á báða vega) i brjefi (DI VII), og
fyrri liðurinn er þá mannsnafnið Svartur; enda hefur og AM
rjettari myndina (en aðra ránga með). Hvað Svarbæli snertir,
er ekki ólíklegt, að eins standi á með það; þó mætti skýra
það á fleiri vega (sem Svarðbœli, eins og nafnið er skrifað
1861, en þetta er þó ósennilegra). Hvort Amarbœli er
al-staðar að skýra sem dregið af erni eða af mannsnafninu Öm
er alveg óvist, líklega helst af hinu fyrra.

Vist má segja að margar þessar jarðir sjeu iitlar (og
sumar taldar hjáleigur).

býla kemur aðeins einu sinni fyrir: Býla (litla — stóra)
VII, hjáleiga.

Flest af þessum nöfnum eru í Ráng., Árness. og Borg.
(alls 10 af 19), 2 í Skag.



kemur undrasjaldan fyrir og ekki hef jeg fundið nema:

Nautabú XVI (2), Geitabú XVII (?; DI II) og Guttabú XVI
(Gutti af Guttormur), alt i Skagafirði, nema Geitabú, sem þó
er ekki víst um.

búð.

Af sama stofni sem undanfarin orð og merkir vist eða
dvöl á einhverjum stað og svo hýsi, er verið er í, helst þá
haft um stundardvalar-stað, svo sem um »verbúðir«,
»þing-búðir« og því um líkt, svo og um »kaupmannabúðir«, en
þær voru upphaflega lika aðeins um nokkurn tima (t. d.
sum-artímann), þángað til þær (síðar) urðu stöðug kaupmannahús
með íbúð og sölu varnings alt árið. Við sjó, í fiskiverum er
fjöldi slíkra búða og munu þær taldar við enda þessa ritlíngs
allar í einu lagi; það registur getur haft sína þýðingu. Hjer
skulu taldar aðrar »búðir«, þar á meðal þær, er kallaðar eru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0438.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free