- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
590

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

590

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

boða, en frá henni hefar verið skýrt ítarlega annars staðar.
Ahrif utanferðanna og útlendrar menningar á bókmentir
vorar er einn þáttur í bókmentasögunni og verður lítið á
það drepið hjer; að rannsaka það, er nóg verkefni fyrir sigt
og liggur fyrir utan þau takmörk, sem ritgjörð þessari eru
sett, enda þart’ til þess lærðari mann en mig.

Jón Eiríksson ritaði ritgjörð á latínu um utanferðir
Norðurlandabúa, einkum íslendinga, er út kom 1755.Það
var merkileg ritgjörð á sínum tíma, en nú er hún algjörlega
úrelt. Hann notaði líka, eins og þá var títt, ósannar sögur
sem sannsögulegar fyrir heimildir. Konrad Maurer hefur
einnig ritað góða en stutta timaritsritgjörð um samgöngur
ís-lands og Noregs við Suðurlönd á 11. og fram á 13. öld,2), og
jeg hef birt á prenti stutta ritgjörð um kaupferðirnar milli
íslands og annara landa á þjóðveldistímanum.3)

II.

ísland var í fornöld eigi fjarlægar hinum
suð-rænu fornu mennningarlöndum en Noregur
ogSví-þjóð. Fornmenn töldu sjálfir sjö dægra sigling úr Noregi
frá Staði vestur til Horns á íslandi austanverðu, en fjögra
dægra haf frá Snæfellsnesi i vestur til Grænlands, þar sem
skemst er. Frá Reykjanesi á sunnanverðu íslandi töldu þeir
fimm dægra haf suður til Jölduhlaups nyrðst á írlandi.4).

Dægur reiknuðu fornmenn eins og vjer hálfan sólarhring
eða 12 stundir,5) og er hjer miðað við, þá er menn fengu

’) Johannes Erici, Disquisitio de veterum Septentrionalium
inpri-mis Islandorum peregrinationibus. Havniæ 1755. 2) Islands und
Norwegens Verkehr mit dem Siiden vom llten t>is 13ten Jahrlimidert,
í Höpfner und Zachers Zeitschrift fiir deutsche Philologie II. B. 1870.
:l) Hverjir ráku verslun milli íslands og annara landa á dögum hins
íslenska þjóðveldis, í Búnaöarritinu. IX. ári. Hjer má einnig telja
rit-gjörð mína Utanstefnur og erindisrekar útlendra þjóðhöfðingja á
Sturl-ungaöldinni, Tímarit Bókmfjel. XX. og XXI. ár. I mörgum söguritum,
t. a. m. SnE. III; F. Jónsson, Litt. hist.; J1. Thoroddsen,
Landfræðis-saga I, 38—49, er líka getið um ýmsar utanferðir íslendinga. 4) Hksb.
2/4; Stb. 2/129. 6) Rímb. bls. 6; Codex 1812 4to Gaml. kgl. Samling
bls. 8; Kgsk. 14; SnE. I, 56.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0602.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free