- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
591

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

INNGANGUR.

591

blásandi byr alla Ieið eins og stundum kom fyrir. Snorri
Sturluson skýrir t. a. m. frá því, að Þórarinn
Nefjólfs-son hafi fengið svo mikið hraðbyri, er hann fór til íslands
1024, að hann hafi siglt á átta dægrum frá Mæri í Noregi til
þess, er hann tók Eyrar á íslandi.1) Sje þetta rjett, hefur
Þórarinn siglt rúmar átta mílur í vökunni að jafnaði; hafa
góð siglingaskip haft svo mikinn hraða, en venjulega hafa
skipin farið helmingi hægar eða enn minna.

Til samanburðar við þetta má nefna það, sem Óttar
Hál eygingur segir um siglingar fram með ströndum Noregs.
Hann átti heima nyrðst á Hálogalandi og kvað hann þaðan
vera mánaðarsigling suður með landi til Skíringssals syðst á
Vestfold, að vestanverðu við Víkina, ef haldið væri kyrru
fyrir á nóttunni og góður byr væri á hverjum degi. Það er
um 30 dægra sigling. Frá Skíringssal taldi hann fimm daga
sigling til Heiðabæjar (nú Sljesvík) á Suður-Jótlandi.2)

Aætlanir þessar eru eigi nákvæmar. Það er heldur
lengri leið frá Reykjanesi til írlands en frá Stað í Noregi til
Horns, austast í Austur-Skaptafellssýslu, og þó er talin aó
eins fimm dægra sigling til írlands, ef hjer er eigi ritvilla í
handritunum.4) Nyrðst af Hálogalandi suður til Skíringssals
er töluvert lengri leið en þetta, en þó eigi svo miklu, að vera
®tti fjórum eða fimm sinnum lengur að sigla það. Óttar
Há-leygingur hefur miðað vegalengdina við eigin reynslu sina og
lagt miklu minna í hverja dagleið, en í Landnámu er gert,
því að þar er miðað við hröðustu siglingu. Minni þýðingu

’) Hkr. II, 273. 2) Tímarit Bókmentafjelagsins, V, 158. Öll frásaga
Öttars af ferðum haus er Jiar þýdd af Magnúsi Stephensen. Alfreö eða
Elfráður Englands konungur hinn ríki ritaði hana eptir 880 eptir frásögn
Ottars. Hún á við ástandið í Noregi um 870. Alfreð kallar
Sciringes-teal höfn og var hún við Viksfjörð, hjá gömlum bæ, er heitir
Kaup-angr. Hjeraðið þar í kring hjet Skíringssalur og ætla menn að það
s)e hin núverandi Tjöllingsókn sibr. Munch, Det norske Folks Hist.
f. 380, 608 o. ef.; G. Storm, Norsk hist. Tidsskr. 4. R. I, 214-237; A.
Kjær, sama rit 4. R. V, 266-283 og 425-430. Menn hafa deilt um,
hvar höfn þessi hefur verið; hefur verið reynt að sýna að hún haii
Verið í Sandafirði, þar skamt frá; en lítilvæg rök hafa verið færð
fyrir því, sjá sama rit 4 R. V, 35s_397 og 431—432, ritgjörðir eptir
S. A. Sörensen. *) í Hksb. stendur „iij dægra haf", en í Stb. „v dægra
’ °g getur hvorttveggja verið rangt ritað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0603.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free