- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
603

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

INNGANGUR.

603

menu vilja fá glögga hugmynd um ferðir þeirra, siglingar og
samgöngur milli Islands og annara landa á þjóðveldistímanum.

Vísan er tekin þannig upp: Fengum feldarstinga ok galt við
fjörðhjörðu (= síld), þanns álhimins (= himinn dýpisins = ís)
lend-ingar sendu oss útan; ek selda mest mínar hlaupsildr Egils gaupna
(= örvar, Egill var bogmaður mikill) við mævörum sævar (= síld);
hallæri veldr hváru.

I visu þessari kallar Eyvindur gjöfina feldarstinga (afstingi), það
þýðir feldarnál, feldardálk eða brjóstnál, eins og slík nál er
venju-lega nefnd á vorum dögum. iíál Eyvindar hefur eflaust verið stór,
en að hún hafl verið svo stór, að hann hnfi eigi getað notað hana,
kemur hvergi í ljós; má nærri geta, að Eyvindur hefur eigi gengið
nieð nál, sem hefur vegið hálfan þriðja fjórðung. Ef silfrið í henni
hefur verið svo mikið sem Snorri segir, þá hefði honuni einnig orðið
svo mikið úr henni, að hann hefði eigi þurft að kaupa síld fyrir
örv-ar sínar líka, heldur fengið næga síld fyrir nálina, þófct sildin hafi
verið í háu verði. Um örvarnar hefði munað litið í samanburði við
50 merkur silfurs; en Eyvindur getur þess að hann hafi keypt sild
fyrir hvorttveggja. Erásaga Snorra um gjöfina kemur eigi heim við
visu Eyvindar; hún mun vera sögusögn, sem styðst við visuna, en
hefur aukist mjög í meðferðinni, eins og fleiri þess háttar sagnir.
Pað er næsta ótrúlegt, að hver bóndi hafi geflð „skattpenning", er stóð
«þrjá penninga silfurs vegna". fótt bændur kunni að hafa samþykt
slíkt á alþingi, eru þó engin líkindi til að þeir hafl geflð allir og
enginn skorist úr leik, eins og Björn M. Olsen minnist á. fað er
emnig ólíklegt að allir hafi gefið jafnt, en Snorra þykir gaman að því
stundum, at láta einstaka atvik fara íslendingum mannalega úr hendi.
Bsendum mun eflaust hafa þótt kvæðið launað, þótt minna væri en 50
Werkur silfurs.

*3jöf Islendinga sýnir að þeir kunnu á þeim timum að launa, ef
þeim var sómi sýndur, en að taka sögusögn Snorra um stærð
gjafar-innar góða og gilda og byggja jafnmikið á henni sem B. M. 0. hefur
gert, er sem að reisa hús á sándi. Slíka áætlun má eigi skoða
ann-en það sem hún er, skarpleg tilraun til að leiða áætlun út af
litl-Um rökum, sem eigi er byggjandi svo mikið á. Slik áætlun hlýtur
þvi ávalt að svífa í lausu lopti, hve vel sem hún er gerð, af því að
grundvöllurinn er svo veikur, margfalt veikari, en ef farið er eftir
þeim upplýsingum, sem eru í Landnámu og sögunum, og eptir
senni-Sum hag manna og ástæðum. Björn M. Ólsen hefur lika sjálfur sjeð, að
þessi áætlun hans stendur á völtum fótum, og er miklu óvissari en
aætlanir hans um mannfjöldann í lok 11. aidar og 1311, sem eru
°ygðar á þingfararkaupsbændatalinu og skattbændatalinu frá þeim
tim-um. i*að er hvorttveggja grundvöllur, sem byggja má á, enda hefur
Björn M. Ólsen gert það vel; áætlun hans um mannfjöldann 1311 er
emkum gerð með miklum skarpleik, og er fróðleg og ítarleg.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0615.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free