- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
604

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

604 FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Til þess að fá glöggara yfirlit yfir ferðirnar og
samgöng-urnar er best að skipta þjóðveldistímanum í þrjú timabil:

1. söguöldina (930—1030),

2. friðar- og rit-öldina (1030—1200) og

3. Sturlungaöldina (1200—1264).

Fyrsta tímabil, söguöldin
930—1030

Fyrsti þáttur. Ferðir íslendinga til annara landa.

I.

Víkingaöldinni lauk á fyrri hluta 11. aldar um það leyti
sem ný kynslóð var komin upp, eptir að kristnin hafði verið
í lög tekin á Norðurlöndum. Hvergi eru umskiptin gleggri en á
íslandi, því að þar fellur saman endalok sögualdarinnar og
vik-ingaldarinnar 1030. í>á er eins og skipti um á leiksviði.
Sögurn-ar þagna. Sögumennirnir og sagnaritararnir hafa eigi skemt sjer
við söguefni frá yngri tímum, sem stóðu þeim nær, eins og
frá hinum fornu tímum fyrir 1030. Það var of ungt til þess
að leika sjer með og hafði eigi gengið margra kynslóða í milli
i arfsögnum og sögusögnum, eins og allar sögurnar af
víga-ferlunum og deilunum á söguöldinni. En vígaferlin hafa líka
minkað að mun um þetta leyti. Margir hafa hugsað um
það að koma upp kirkjum hjá sjer, og mikið verkefni, sem
hafði eigi hátt, var þar fyrir höndum. Fyrir því er það eins
og almenn kyrð og friður komist á í landinu eptir þetta ár.

í fornsögunum er getið mjög opt um utanferðir
Islend-inga, en venjulega er það mjög stutt. Þó er nokkrum
sinn-um sagt ítarlega frá ferðum þeirra, ef þeir fóru í víking eða
lentu i bardaga, eða dvöldu hjá höfðingjum og merkilegt bar
við. Sögurnar segja frá æfi einstakra manna, sjerstaklega
hreystiverkum þeirra og afrekum, mannraunum og
vígaferl-um. En söguritararnir hafa eigi haft það fyrir markmið að
lýsa utanferðum manna, þýðingu þeirra og áhrifum.
Sög-urnar eru áreiðanlegastar, þá er þær segja af mönnum á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0616.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free