Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
606
FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.
söguöldina, skapferli og æfi íslendinga og um ferðir þeirra
ut-anlands og innan. Af því að hinar fornu Islendinga sögur eru
venjulega frumheimildir, vantar optast nær hin nauðsynlegu
tæki til þess að rannsaka þær og sjá fyllilega, hvað satt er i
þeim, og til þess að geta leiðrjett einstök atriði i þeim. Pó
má mjög opt bæði með innri rannsókn og með þvi að bera
þær saman við útlend heimildarrit finna villur i þeim, þótt
engin tök sjeu til þess að setja hið rjetta í staðinn.
Stund-um eru mótsagnir eða tvennar sagnir i sögunum, og
stund-um ber handritunum eigi saman; er þá auðsætt að
annað-hvort hlýtur að vera rangt. Frumritin af sögunum eru týnd
fyrir löngu og engin þeirra er til nema í afskriftum. Hinar
elstu þeirra eru á skinni frá 13. og 14. öld, en sumar þeirra
eru yngri og nokkrar að eins frá um 1700. Slikar afskriftir
eru þó venjulega ritnar eptir skinnhandritum, sem hafa verið
miklu eldri. Ymsar vitleysur hafa komist inn i sögurnar, þá
er afskriftirnar af þeim hafa verið teknar, og eru slíkar villur
eigi söguhöfundunum að kenna. Stundum juku lika
afskrifar-arnir ýmsum köflum inn í sögurnar eða skutu inn
setning-um hjer og hvar, er þeir afrituðu þær; stunduin skrifuðu
þeir rangt, eins og eðlilega getur komið fyrir, eða þeir
mis-skildu sumt og breyttu því hinu upphaflega til þess að reyna
að leiðrjetta það.
En þó að ýms einstök atriði í sögunum sjeu skökk eða
röng um ferðir lslendinga víðsvegar um Evrópu, gefa þær
þó glögga hugmynd um, hve víðförulir þeir voru og i hve
fjörugu sambandi þeir stóðu við umheiminn.
Meginþráður-inn, kjarninn eða aðalatriðið i munnmælum þeim og
arfsögn-um, sem geymst hafa, er venjulega rjett.
Á síðari hluta 13. aldar tók sagnaritun Islendinga að
hnigna, einkum eptir að Sturla Þórðarson hætti að rita
sög-ur. Þá tóku menn að rita skröksögur eða skáldsögur af
sumum Islendingum, sem höfðu verið uppi i fornöld, og um
þá atburði, sem á daga þeirra höfðu drifið. Ein hin merkasta
af þess konar sögum er saga Finnboga hins ramma.
Hún er samin seint á 13. öld og er til i skinnhandriti frá um
1330. Bæði aðalmaðurinn í sögu þessari og flestir aðrir þeir
íslendingar, sem nefndir eru í sögunni, hafa verið til.
saga þessi sje eigi að öllu ómerkileg í bókmentasögu vorri
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>