- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
607

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

607

eða menningarsögu, er þó eigi hægt að taka tillit til hennar
um það efni, sem hjer ræðir um. Mjög lítið mark er að
Svarfdæla sögu og jafnvel að Harðar sögu og
Hólm-verja í máli þessu, því að líkt er farið um þær sem
Finnboga sögu, þótt þær kunni að vera litlu betri. Sama er
að segja um Þorleifs þátt jarlsskálds, Brandkrossa þátt,
Þor-steins þátt uxafóts o. fl. 3?órðar sögu hreðu og Kjalnesinga
sögu má sleppa alveg, því að þær eru eigi sannsögulegar,
°g jafnvel að öllu leyti skáldsögur. —

Hjer verður nú þeirri skipun haldið, að í hverjum kafla
eöa tímabili verður fyrst skýrt frá utanferðum Islendinga og
siðar frá siglingum útlendinga til íslands. En til þess að fá
glögg-ara yfirlit yfir ferðirnar, verða þær flokkaðar eptir tegund þeirra
tilgangi, að þvi leyti sem það er hægt. Opt er svo lítið
a’ þeim sagt, að það er alveg ómögulegt. Stundum er það
að eins eitt einasta atvik, ein setning eða eitt orð, sem sýnir
að sá eða sá maður hefur farið utan eða komið til Islands;
er þá einfaldast að telja slika menn fyrir sig. En stundum
er það efasamt undir hvern flokk eigi að telja menn, af þvi
að þeir fóru utan í ýmsum erindum.

Siðast i hverjum kafla verður getið um skip og farmenn
eða ferðamenn, sem efasamt er um hverrar þjóðar voru.
Þar verður og bent á ýmsar upplýsingar, sem bera vitni um
siglingu tii landsins.

II.

Islenskir kaupraenn.

I sögunum er opt getið um kaupmenn, en nálega ávalt i
^aupferðum. Æfi og atvinna kaupmannanna var harðla ólík
Því^sem nú tíðkast. Peir menn, sem á söguöldinni vildu gera
^upskap að atvinnu, urðu að ferðast sjálfir með vörur
sín-ar og selja þær á kaupstefnum og kaupa aptur þær vörur í
staðinn, er þeir girntust að fá. Kaupskapur var því bæði
erfiður og hættulegur á vikingaöldinni, þvi að ávalt mátti
búast við að mæta víkingum eða öðrum ránsmönnum, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0619.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free