- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
610

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

610

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

eina, er honum leitst fríð sýnum, fyrir þrjár merkur silfurs,
Reyndist svo síðar að þetta var irsk konungsdóttir,
Mel-korka dóttir Mýrkjartans (Muircertach) konungs, og hafði
hún verið hertekin á Irlandi.

Höskuldur fann Hákon konung og fór með honum til
Vikurinnar. Konungur fjekk honum húsavið og hjelt
Höák-uldur síðan til íslands.1)

Ölvir hinn mjófi Atlason, Hásteinssonar, rjeðst i
kaupferðir þegar á unga aldri, segir Flóamanna saga; siðan
rjeðst hann i hernað, en hann kom eigi aptur til íslands,
þvi að hann gerðist bóndi i Sogni. 3?etta á að hafa verið á
rikisárum Eiriks konungs blóðaxar.3) Ölvir var bróðir
Þórð-ar dofna Atlasonar ; í Landnámu er hann eigi nefndur, og
segir eigi af honum meir. Aptur á móti er ítarlega sagt af
öðrum kaupmanni, Þorsteini fagra Þorfinnssyni, sem
var uppi um sama leyti og mörg ár í förum milli Islands og
útlanda (um 935—950). Hann átti skip og græddi fje, en
eitt sinn tók hann annan íslending, að bæn hans, til fjelags
við sig, og ljet hann fá hálft skip sitt. Maður þessi var
Einar Þórisson frá Atlavík við Lagarfljót. Hann reyndist
Þorsteini illa, enda varð hann að láta lifið fyrir svik sín og
ódrengskap. Að lokum ljet Þorsteinn af kaupferðum, seldi
skip sitt og kvongaðist. En er hann hafði búið í átta eða
níu ár, varð hann að fara af landi brott með alla fjölskyldu
sína til þess að forða sjer og sínum undan hefnd. Hann
keypti þá tvö skip til fararinnar.3)

Rjett fyrir miðja 10. öld er getið um tvo íslendinga,
sem voru í förum og fóru alla Ieið til Miklagarðs. Annar
þeirra var Eyvindur Bjarnason frá Laugarhúsum i
Hrafn-kelsdal i Norður-Múlasýslu, en hinn Þorkell Þjóstarsson
úr Vestfjörðum. Eyvindur er nefndur farmaður og hann
flutti vörur á 16 hestum frá skipi, er hann kom út eptir
sjö vetra brottveru (um 943—950). Hann var þá stýrimaður.
Skósveinn hans var islenskur, en hinir sem með honum
voru, er hann fjell, virðast hafa verið útlendir menn.4)

Um miðja öldina eru nefndir nokkrir íslendingar, sem
voru i förum eða höfðu verið i förum. Einn af þeim var

a) Laxd. 19, 25-33. s) Fló. 8/126 3) forst. hv- 6—Ur
14-8. 4) Hrafnk. 97, 127—132, 109-110, 136.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0622.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free