- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
612

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

612

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Litlu seinna en þetta var er getið um Böðvar
Þor-steinsson, bróður Halls af Siðu, í Noregi. Hann var þar á
kaupskipi, sem hann átti, og flutti til íslands Ólöfu
Ás-bjarnardóttur, ekkju Klypps hersis Þórðarsonar, og Guðrúnu
Klyppsdóttur, dóttur hennar. í biskupaættum segir að
Guð-rún giptist Einari Eyjólfssyni að Þverá. Ef marka má
ættar-tölur þessar eins og líklegt er, bendir gipting þessi á að
þetta sje satt, þótt sagt sje frá þessu í þætti, sem að miklu
leyti er tilbúningur og ýkjur, og þótt Böðvar sje eigi
nefnd-ur í Landnámu.1)

Kringum 975 er getið um tvo »fardrengi« fyrir norðan,
Óiaf og Þorgaut. Þeir voru sekir. Það er ekkert sagt af
kaupferðum þeirra. Útkoma þeirra virðist eigi heldur hafa
vakið neina eptirtekt meðal manna, ef nokkuð má byggja á
því, sem sagan segir, að þeir hafi getað sagt Víga-Skútu af
ferðum sinum, það sem þeim sýndist, til þess að villa hann,
er þeir komu til hans sem flugumenn. Ef það er líka satt,
sem sagan segir, að þeir hafi getað sagt, að þeir væru
frænd-ur Skefils og bræðra hans, þá bendir það helst á að þeir
hafi verið norskir.2)

Á þessum árum var Þorleifur hinn kristni
Ingi-leifarson í förum. Hann bjó í Krossavík í Reyðarfirði.
Hann hefur tekið kristni erlendis á hinum fyrri
siglingarár-um sínum, en ekkert er kunnugt um ferðir hans fyr, en
hann kom út í Vopnafirði. Hann átti þá skip með
norræn-um manni, er Hrafu hjet. l?á er hann var veginn, færði
Þorleifur erfingjum hans fjárhlut hans3), og gáfu þeir honum
sinn hlut í kaupskipinu. Sumarið eptir kom hann út i
Reyð-arfirði, og voru þá tveir menn suðureyskir með honum, og
seldi hann þeim sinn hlut skips og settist síðan um kyrt í
bú sitt.4) Eptir sögunni að dæma sýnist svo sem Porleifur
hafi eigi átt alt skipið, þá er hann kom út í Reyðarfirði,

J) Flat, I, 21, sbr. Hkr. I, 249—250, Fsk. 57. I Ísl.sögu minni H,
519, lín. 9, er y rangprentað í Kiyppsdóttir. P. A. Muncb, Hist. H,
32 nm. ætlar að ætt Klypps bersis sje tengd viö íslenskar ættir til þess
að gera þær dýrðlegri, en bann segir i ógáti að Olöf, móðir Guðrdnar,
bafi giptst Einari á fverá og fyrir þvi verður timatalið óeðlilegt; en
bitt er eigi óeðlilegt að Einar bafi átt dóttur bennar, eins og segir
í ættartölunum. 2) Reyk. 22/109-111. 3) Grg. Ia, 172-74, 229,
Ib, 197-98, H, 73. 4) Vápn. 4-5/29-34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0624.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free