- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
615

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

615

Hins vegar er þessi skýring eigi mjög óeðlileg, þótt
hún sje tæplega rjett. Aptur á móti er það rjett hjá dr.
Scisco að gjöra greinarmun á því, sem islenskir farmenn
hafa sagt af ferðum sínum, og því, sem íslenskir
sagnarit-arar hafa bætt við sögur þeirra. Það er opt tilgátur að eins
úr lausu lopti. Um Hvitramannaland hafa þeir bætt við í
Landnámu, að sumir kalli það írland hið mikla, og að það
liggi vestur i hafi nærri Vinlandi hinu góða, en sex dægra
sigling vestur frá Irlandi. G. Storm hefur skýrt þessar sagnir
áður og er skýring hans betri.1)

Siglingar og kaupferðir vestur um haf frá Islandi voru
eflaust meiri framan af öldum en sögurnar benda á.
Ná-lega fimti hluti landnámsmanna hafði komið vestan um haf
til Islands, frá Irlandi, Skotlandi og Skotlandseyjum. Menn
þessir fóru engu síður vestur um haf, er þeir þurftu að
fara utan, en landnámsmenn þeir til Noregs, sem höfðu
komið beint þaðan. En þá er sögurnar voru ritaðar, var
mjög lítið orðið um skipseigendur á íslandi. Flestir
íslend-ingar, sem fóru þá utan, tóku sjer far á norskum skipum.
í’au gengu veniulega milli Noregs og íslands. Önnur skip
komu þá mjög sjaldan til Islands; sigling var því mjög lítil
þaðan til annara landa en Noregs. Leiðir nálega allra
Is-lendinga lágu þá til Noregs eða um Noreg, þótt ferðinni
væri heitið til annara landa. Þetta hefur eflaust haft
tölu-yerð áhrif á sögusagnirnar og söguritarana sjálfa, og valdið
því, að þeir hafa sagt íslendinga fara optar utan þá leið,
sem tíðkaðist á dögum þeirra, en hefur átt sjer stað í raun
°g veru. fetta var þvi eðlilegra, þar sem langur tími var
liðinn, og menn vissu opt eigi áreiðanlega hvaða leið ýmsir
nienn höfðu farið á söguöldinni. Þess vegna lá það svo
beint fyrir söguriturunum að segja um ýmsa íslendinga á
Þeim timum, að þeir hefðu haldið fyrst til Noregs og þaðan
vestur um haf (eða til annara landa, ef þvi var að skipta),
siðan sömu leið aptur, þótt þeir hefðu eigi gert það,
heldur farið beina leið milli íslands og
Vesturhafsland-anna, eins og Þóroddur skattkaupandi gerði og ýmsir fleiri,
svo sem Hrafn Hlymreksfari og Þórir Englandsfari. Þór-

G. Storm, Aarb. f. n. Oldkh. 1887, bls. 355-362, sbr. Isl. sögu
mína, II, 285—286.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0627.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free