- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
616

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

616

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

ir mun hafa fengið auknefni sitt af því að hann sigldi til
Englands, á likan hátt og Hrafn fjekk nafn sitt af Hlymreki.
Þóris er getið í Austfjörðum í byrjun 11. aldar; hafði
hann þá komið úr kaupferð, og verið á vist með
Brodd-Helga segir sagan, en það er rangt, því að Brodd-Helgi var
þá fallinn fyrir mörgum árum; en Bjarni sonur hans bjó
þá að Hofi í Vopnafirði. fórir seldi varning sinn þar í
sveit-um, og keypti nokkuð Ásbjörn vegghamar. Hann var
ó-reiðumaður mikill og sveik Ipóri um verðið. fórir fór þá
með Kórekssonum stefnuför í Njarðvík, þar sem Ásbjörn
átti heima, en var veginn í þeirri ferð (um 1004).1)

Sjaldan eða aldrei hafa siglingarnar miili íslands og
annara landa verið meiri en í lok 10. og byrjun 11. aldar.
Margir kaupmenn eru þá nefndir, enda eru margar sögur
til, sem gerast á þeim tímum.

Þórarinn Egilsson frá Egilsstöðum í Vopnafirði
»var kallaður vænstur maður i förum og görvilegastur«.
Hann kom út í Vopnafirði og var stýrimaður. Hann var
um veturinn í Krossavík. Sumarið eptir fór hann utan og
er hann kom út aptur, fór hann á Egilsstaði til vistar (um
983—985). Hann var siðar að vígi Brodd-Helga og barðist
með ÍPorkeli Geitissyni í Böðvarsdal (989).2)

Þorkell Geitisson fór utan og »var jafnan landa i
millum, þegar er hann hafði aldur til þess«. Hann var eigi
á Islandi, er faðir hans var veginn (um 987), en hann kom
út nokkru síðar og tók þá við búi föður síns; er svo að
sjá sem Þorkell hafi verið í förum á árunum um 980 til
987.3)

Litlu síðar var frændi Þorkels. Þiðrandi Hallsson, í
förum; hann byrjaði »þegar hann hafði aldur til« (um 990)
og kom hann út í Berufirði. Síðan var hann veginn um
haustið, en hann var svo ungur að efasamt er, hvort megí
telja hann með kaupmönnum.4)

Af Suðurlandi er nefndur Þórólfur Loptsson, sonur
Lopts hins gamla Ormssonar í Gaulverjabæ; hann er i
Eyr-byggju kallaður Eyra-Loptur. Þórólfur átti skip (knörr) og

») Gunn.s. 1—2/195—200. 2) Yápns. 11/49—50. sbr. Isl.sögu
mína II, 224-226. 3) Vápn.8/47, 13/57-58. ") Fms. II, 192-195;
Flat. I, 419, sbr. Isl. s. mína II, 335—337.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0628.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free