- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
625

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

625

ust sumir þeirra kaupmenn, eins og Þórður
Sigvalda-skáld. Þó er alveg óvíst að hann hafi farið kaupferðir til
Islands; að minsta kosti er þess eigi getið. Þórður var lengi
með Sigvalda jarli og síðan með Þorkeli háva, bróður hans.
Síðan gerðist hann kaupmaður og hitti þá Ólaf konung
Har-aldsson, er hann var í vesturvíking, og gerðist hans maður
°g fór með honum til Noregs (1015).1)

fórður Kolbeinsson á Hitárnesi var »jafnan
utan-lands«. Hann var hirðmaður Eiríks jarls Hákonarsonar. Um
1007 keypti hann part i skipi og fór til Noregs. ?ar var
hann með Eiríki jarli um veturinn og fór síðan til íslands.
Hann seldi kaupmönnum aptur part sinn i skipinu eða, eins og í
sögunni segir, skip sitt.

Nokkrum árum síðar keypti Þórður skip og fór þá utan
til að vitja arfs eptir móðurbróður sinn í Danmörk. Með
honum fóru þá Þorvaldur og Þórður Eiðssynir og
Kálfur illviti. Þórður fór fyrst til Noregs á fund Ólafs
konungs Haraldssonar, og siðan til Danmerkur. Á
heimleið-i’ini þaðan rændi Björn Hítdælakappi hann í Brenneyjum og
€jörði Ólafur konungur á milli þeirra. Eptir tveggja vetra
brottveru kom Þórður út aptur (um 1017).3)

Þorkell Eyjólfsson var i förum snemma á 11. öld,
er gumað meira af honum í Laxdælu en öðrum
íslensk-Ut« kaupmönnum á söguöldinni. Hann átti skip í Vaðli á
Barðaströnd (um 1005), og er sagt síðar, er hann kom út í
tíjarnarhöfn, að hann ætti tvo knörru í förum, og kæmi
ann-ar þeirra í Hrútafjörð á Borðeyri. Báðir voru þeir hlaðnir
Vlði. Hann kvongaðist þá Guðrúnu Ósvífrsdóttur (um 1008),
en hann hefir farið utan einhvern tima eptir 1015, því að
bann var einn af þeim íslendingum, sem gerðist
handgeng-lnn Ólafi konungi Haraldssyni. Hans getur líka i Bjarnar
s°gu Hítdælakappa með Olafi konungi á fyrstu ríkisárum
hans. Aptur á móti er eigi rjett sagt í Laxdælu af siðustu
utanferð hans; er það annaðhvort eintómur uppspuni, eða
einhverjar frásögur af utanferð hans um 1016—1017 eru þar
W grundvallar. Af Heimskringlu sjest að Þorkell hefur alls

2 ’) Hkr. n, 48/61-62; Ól. s. s. 35; Fms. IV, 88—89; Flat. II, 39.
") Bjarn. 3, 6, 9, 13, 14-21; Ilkr. II, 124/272; Ól. s. s. 125; Fms.
IV, 280; Flat. II, 239; Krýt, Fms. XI,195—196, 198—199.

41

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0637.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free