- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
635

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

635

hans andaðist um haustið. Tveim vetrum síðar segir sagan
að hann hafi farið utan i þriðja sinn (um 936). Hvort það er
rjett, er eigi hægt að segja með vissu, því tímatalið er óvíst
á þessum tima. Það er eigi óliklegt að það hafi verið nokkru
síðar,1) en mörgum árum munar það þó eigi. Sagan segir
að seiður Gunnhildar drotningar hafi valdið þessari utanferð
Egils, en það er auðvitað rangt; ferðin tókst slysalega fyrir
Egli, þvi að hann komst á vald Eiríks konungs, og það hafa
munnmælin skýrt með því, að galdur hafi verið með i
leikn-u«i. Ástæðurnar til utanferðar Egils hafa verið hagsj’nilegar.
Sagan segir og að hann hafi viljað vitja heita Aðalsteins
kon-Ungs, og var það samkvæmt skapi Egils að nota sjer þá
hagsmuni, sem honum buðust. Einnig vildi hann selja vörur
°g kaupa aðrar nauðsynjar. var það eigi heldur ætlun
Egils, að láta ræna sig arfi konu sinnar, og vildi hann ná
honum, hve nær sem t’æri gæfist. Þetta voru aðalástæður
Egils til utanfararinnar.

Egill hjelt snemma sumars í haf frá Islandi.2) Hann fór
rakleiðis til Englands, en hrepti storm mikinn í
Norðursjón-um og braut skip sitt i spón við Humrumynni, en menn
all-if hjeldust og mestur hluti fjár. Sagan segir nú að Egill
sPyrði þar þau tiðindi, að Eirikur konungur blóðöx væri
skamt þaðan í borginni Jórvik og að hann hefði flúið land i
Noregi og fengið Norðimbraland til forráða, en með honum
væri Arinbjörn hersir, vinur Egils. Egli þótti þessi tíðindi
^áskasamleg, en sá eigi annað vænna en að fara þegar á
íund konungs og leggja líf sitt á hans vald. Fyrir fylgi
Arin-bjarnar og i laun fyrir lofkvæði, sem Egill orti um konung
°g Höfuðlausn heitir, fjekk hann að halda lífi og fara i
friði.3) Fylgdi Arinbjörn honum á fund Aðalsteins konungs og
var Egill hjá honum um veturinn.

’) Sbr. ritgjörð Jcms prófasts Jónssonar, um Eirík blóðöx,
Tíma-rit Bókm.fjel. 1895. 2) Sbr. Höfuðlausn, 1. vísu, og skýringar Finns
Jónssonar. Eg. 406, og B. M. Ólsens, Tímarit Bókmentafjel. 1897. bls. 97.
) Egill Skallagrímsson hóf Höfuðlausn með þessum orðum:

»Vestr komk (eða »fórk«) of ver«
°g i 18. vísu segir hann

»kunt ’s (e. »frétt ess) austr of mar
Eii-íks of far« (Skjaldedigtn. B, 33).
^ þessu hafa þeir Jón prófastur Jónsson, Tímarit Bókmfjel. 1895, bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0647.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free