- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
634

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

634

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

landsmanna minkaði smátt og smátt, svo að nálega enginn
bóndi á íslandi átti kaupskip, þá er kom fram á 13. öld.
A meðan ekki var hörgull á haffærum skipum innanlands,
og einstaka bændur annaðhvort áttu skip sjálfir eða gátu
tekið skip á, leigu eða keypt skip, er þeir vildu fara utan,
þá tóku þeir töluverðan þátt í kaupskap við önnur lönd.

Egill Skall agrímsson er ágætt dæmi upp á slíka
stórbændur og aldarháttinn á 10. öld. Hann hafði skip og gat
farið utan, þá er hann þurfti eða fýsti þess. Hann fór með
vörur og flutti líka heim til sin þær nauðsynjar, er hann
þurfti.1) Hann var einnig hinn mesti kappi og herskár. Hann
brá sjer því í viking, er því var að skipta, til þess að
afla sjer fjár. Hann var óvæginn og vildi eigi láta hlut sinn,
þótt við Noregskonung væri um að eiga. Hann var allur
stórgerðari en aðrir menn, og er skapi hans og öðrum
eigin-leikum lýst ágætlega i sögu hans.

Egill var í æsku mörg ár erlendis með Þórólfi bróður
sínum. Eptir fall hans á Englandi fór Egill til Noregs og
fjekk þar Asgerðar Bjarnardóttur, ekkju hans. Síðan bjó
hann kaupskip og fór til Islands með konu sina (um
927). Sagan segir að hann flytti út silfur mikið, sem
Aðal-steinn konungur hefði gefið föður hans eða þeim feðgum i
skaðabætur fyrir Þórólf.

Egill hafði nú búsumsýslu að Borg með föður sínum i hjer
um bil sex ár. Þá spurði hann úr Noregi andlát Bjarnar
hölds, tengdaföður sins, og fór utan og kona hans til þess að
heimta arf hennar. Ctaf honum lenti hann i deilu við
Berg-önund mág sinn á Gulaþingi. Eirikur konungur blóðöx veitti
hon-um og ætlaði að taka Egil af lífi, en hann komst undan.
Kon-ungur brendi þá skip hans og gerði hann útlægan um
endi-langan Noreg. Arinbjörn hersir Þórisson fjekk honum þá
skip og ljet ferma viði. En Egill hefndi sín grimmlega áður
en hann ljet í haf, og drap Bergönund, Hadd bróður hans og
marga menn aðra, þar á meðal Rögnvald son Eiríks
kon-ungs; og konungi sjálfum og Gunnhildi drotningu reisti hann
niðstöng (um 934).2)

Egill tók við búi að Borg, er hann kom heim, og faðir

’) Eg. 197, 226, 228, 229, 245, 252, 255 - 256, 280. 2) Eg.
185-197, 199-209.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0646.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free