- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
653

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

653

Eysteins orra, sonar hennar, kom forbergur máli Steins svo
áleiðis við konung, að hann fjekk að fara í friði fyrir honum,
hvert er hann vildi. Fór Steinn þá suður á Jaðar með
Sig-urði og Þóri, sonum Erlings á Sóla, sem höfðu komið til liðs
við Þorberg að bón systur þeira. Vorið eptir (1027) fór Steinn
vestur til Englands og gekk siðan til handa Knúti hinum rika,
og »var með honum lengi i góðu yfirlæti«, segir Snorri.
Steinn var skartsmaður mikill og metnaðarfullur; er sögn
ein til um það, sem er auðvitað ósönn, að hann hafi viljað
keppa við Knút konung í skarti, og að þeir hafi fyrir þá sök
skilið. Mörg ár var Steinn eigi með Knúti konungi, og var
hann siðan í förum. Þau urðu æfilok hans að hann braut
skip sitt við Jótlands siðu; segir sagan að hann kæmist þar á
land, máttfarinn og dasaður, og væri myrtur til fjár.1) Á
honum að hafa hefnst svo fyrir ofmetnað sinn og óhlýðni
við Ólaf konung, en líklegra er að hann hafi druknað eins
°g aðrir á skipinu og lík hans rekið í land og verið rænt.

ímsir íslendingar fóru utan á þann hátt, að þeir tóku
sjer far hjá öðrum, en eignuðust skip i ferðinni, svo
a5 þeir komu út aptur á eigin skipi; fengu þeir þá stundum
®kip að gjöf hjá einhverjum stórhöfðingja eða rikum frænda
sínum í Noregi, eða þeir öfluðu sjer fjár og frama og urðu
því skipseigendur. Einstöku sinnum er þess og getið um
Is-lendinga, sem eigi er neitt greint um hvernig farið hafi
utan, að þeir hafi komið út á eigin skipi. A landnámsöldinni
er sagt um fórólf Skallagrímsson að hann kæmi út á eigin
skipi (um 914); en hann fór ungur utan með Birni
Brynjólfs-syni Og var lengi erlendis.2) Likt var þá um fleiri. Þórir,
sonur Odds skrauta, sem nefndur var Gull-I’órir og
Gull-Póris saga er af, fór utan og átta aðrir íslendingar með
honum að sögn sögu hans. Þeir rjeðust i skip með norskum
stýrimanni, Bárði, frænda Odds skrauta, sem bað sjer manna,
af þvi að nokkrir af hásetum hans. sem voru islenskir,
rjeð-Ust i brott og fóru heim til sín. Þeir Bárður fóru til Noregs
Ur« sumarið, og segir í Landnámu, að Þórir væri í hernaði
°g fengi guii mikið á Finnmörk. Saga Þóris segir að hann

l) Hkr. II, 129/281, 136/307-308, 138/311—320; Ól. s. s. 129, 141,
143-147- Ól. s. m. 43, 48; Fms. IV, 287, 313, 316-325, V, 180-181;
at- If. 251, 260-261, 262-267. 2) Eg. 111-112, 116-118

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0665.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free