- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
654

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

f’æri siðan með fjelögum sinum til Sviþjóðar og hann væri
þrjá vetur á Gautlandi hjá Hlöðvi jarli, og að hann gæfi Þóri
kaupskip, sem hann færi á með fjelögum sinum til Islands.
Þótt margt i sögunni sje æfintýri eða tilbúningur og þar á
meðal sagan um Þóri og jarlinn, er það þó heldur liklegt að
þeir Þórir hafi eignast skip í ferðinni og komið út á því
(um 920).1)

Glúmur Eyjólfsson, sem siðar var kallaður
Víga-Glúmur, fór utan, og mun hann hafa tekið sjer far eða
ráðist i skip hjá einhverjum stýrimanni, þvi að hann var þá
ungur og umkomulítill. Hann vann frægðarverk hjá Vigfúsi
hersi á Vors, afa sinum, og Ijet hann þvi búa skip handa
honum og gaf honum farminn á og mikið fje i gulli og silfri,
segir sagan, og enn fremur þrjá góða gripi, feld, spjót og
sverð, er hann fór aptur til Islands (um 958).2)

Hörður Grímkelsson fór ungur utan og með honum
Geir Grímsson, fóstbróðir hans, og Helgi
Sigmundar-son. feir fóru með víkverskum manni, Brynjólfi
Þorbjarnar-syni; sagan segir að hann gæfi Herði hálft skipið, af þvi að
honum hafi fundist svo mikið til um vöxt Harðar og
væn-leik. fað er þó næsta ótrúlegt, enda er Harðar saga ýkt
ínjög og aukin i þeirri mynd, sem hún er til nú. Hitt er
miklu liklegra að Hörður hafi tekið sjer far með
Brynjólfi-Hörður var lengi utan, fimtán vetur að því er sagan segir
(um 965—980). Hann var um hríð í hernaði. Honum varð
gott til fjár og virðingar; hann kvongaðist erlendis konu,
sem Helga hjet Haraldsdóttir, og segir sagan að hún
hafi verið jarlsdóttir af Gautlandi, en allur sá kafli af Harðar
sögu, sem gerðist á Gautlandi, má heita eintómt
æfintýri-Hörður kom út á Eyrum með konu sinni, Sigurði Torfafóstra
og Helga Sigmundarsyni og 30 manna. Geir fóstbróðir hans
var farinn löngu áður til Islands. Liklega hefur Hörður
koin-ið út á eigin skipi, ef nokkuð má marka sögu hans um
vel-gengni hans erlendis.8)

forvaldur hinn víðförli Koðránsson fór utan að
ráði Þórdisar spákonu að Spákonufelli (um 975). Hann var
fyrst i hernaði fyrir vestan haf með Sveini konungi tjúguskegg-

’) Ldn. 123-124; Gull.f. 2/8, 6/16-17. !) Glúm. 5/15, 6-7/19,
7/22. 3) Harð. 12/36-38, 17/51, 18/56, 19/60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0666.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free