- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
657

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

657

Þráinn á þvi til íslands eptir tveggja vetra vist í Noregi (um
991). Hann fjekk síðan skipið Merði úrækju frænda sínum.1)
Grímur og Helgi Njálssynir fóru utan sama sumar
sem Þráinn Sigfússon, og rjeðu þeir sjer far með Bárði
svarta og Ólafi syni Ketils úr Eldu. Á leiðinni rjeðust á þá
víkingar með ofurefli liðs, og var fundur þeirra við Skotland; en
Kári Sölmundarson kom þar að úr Suðureyjum og veitti
þeim lið. Kári var þá hirðmaður Sigurðar jarls Hlöðvissonar i
Orkneyjum: fóru Njálssynir með honum á fund jarls og
yoru með honum um veturinn. Þeir fóru þá herferð með
jarli suður á Skotland, að verja ríki hans á Katanesi.
Eptir það gerðust þeir hirðmenn Sigurðar jarls, og um
sum-arið segir sagan að þeir hafi farið i hernað með Kára
Söl-mundarsyni og fengið mikið fje. Veturinn eptir voru þeir
ffieð jarli, en um vorið beiddust þeir að fara til Noregs.
Sig-urður jarl fjekk þeim þá gott skip og röskva menn; sigldu
þeir til Noregs og komu norður í Þrándheim. Þar voru þeir
í kaupstefnu og biðu Kára Sölmundarsonar, þvi að hans var
von þangað nokkru siðar. En á meðan urðu þeir fyrir
hrakn-ingum af hendi Hákonar jarls sökum Þráins Sigfússonar, er
hafði leynt Viga-Hrappi, óbótamanni og útlaga jarls. Kári
°g Eiríkur jarl rjettu hlut þeirra, og síðan fóru þeir
Kári og Njálssynir vestur um haf á fund Sigurðar jarls og
voru með honum um veturinn. Vorið eptir fóru Njálssynir í
hernað með Kára og hjet hann þeim þá að fara með þeim
til Islands. Þeir herjuðu viða um vesturströnd Englands og
á Mön að þvi er sagan segir. Siðan fóru þeir aptur til
Orkn-eyja. Ef treysta má frásögn Njálu um hernað þennan, er eigi
Hklegt að þeir hafi farið til íslands þá um sumarið eða
haustið, heldur að þeir hafi verið um veturinn i Orkneyjum
°g farið sumarið eptir til íslands. Sagan segir að Sigurður
Jarl hafi gefið þeim góðar gjafir, og að þeir tækju land á
Eyrum. í>eir fóru til Bergþórshvols, fluttu heim fje sitt og
rjeðu skipi til hlunns, en hvað síðar var gert við það, segir
eigi fremur venju (um 989—993).2)

Þorkell krafla Þorgrimsson, Vatnsdælagoði, fór utan
á yngri árum sínum með Austmanni einum, er Björn hjet, og

’) Nj. 75/346, 82/381-390, 88/425, 88/442-443. *) Nj. 75/347-48,
83-84/390-99, 85/400-408, 88/425, 89-90/444-456.

42

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0669.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free