- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
656

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

656

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

fyrri, því að Þorvaldur víðforli mun hafa byrjað Jórsalaferð
sína fyrir árið 1000, en Stefnir var með Ólafi Tryggvasyni
í siðustu herferð hans. Þetta er því að öllum likindum
sögu-sögn ein, sem hefur myndast af því að æfi þeirra Þorvalds
og Stefnis var töluvert lík á að lita. Báðir höfðu þeir boðað
kristni á íslandi og hvorugur þeirra kom til landsins eptir
það. Þá er fram iiðu stundir settu menn því feróir þeirra og
þá sjálfa í samband hvorn við annan.

Stefnir fór frá Danmörku vestur um haf og hitti þai’
Olaf Tryggvason og gerðist hans maður. Hann fór með
hon-um til Noregs, og segir i Ki’istni sögu, að margir íslenskir
menn hafi þá verið með konungi, en ekki munu aðrir
nafn-greindir, sem lcomu með honum frá Englandi, en Stefnir; má
vera að lijer sje nokkuð blandað málum við það, sem siðar
var i Noregi, því að þá voru margir íslendingar með Olafi
Tryggvasyni, eins og nokkuð er að framan greint. Olafur
konungur sendi Stefni til íslands að boða kristni, og fjekk
honum skip, kennimenn og aðra förunauta (996). Honum varð
heldur lítið ágengt og fór utan sumarið eptir (997). Hann var
síðan með Olafi Tryggvasyni á meðan hann lifði. í síðustu
herferð hans var Stefnir á einu af skipum þeim, sem sigldu
frá konungi. Stefnir harmaði mjög fall hans og undi eigi í
Noregi eptir það; gekk hann þá suður til Róms eptir þvi,
sem segir í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni löngu, og er þeirri
ferð blandað saman við pílagrímsferð Þorvalds viðförla á
öðrum stað i sömu sögu og einnig i Kristni sögu. 1?á er
Stefnir kom að sunnan, sá hann í Danmörku Sigvalda jarl;
honum þótti hann valdur að dauða Ólafs konungs, og kvað
visu um það, að níðingur einn með niðurbjúgt nef hefði dregið
Tryggvason á tálar. Fyrir það ljet Sigvaldi jarl drepa Stefni.1)
fráinn Sigfússon frá Grjótá i Fljótshlíð tók sjer far
með Högna hinum hvita til Noregs (um 989). Hann var um
veturinn með Hákoni Hlaðajarli Sigurðarsyni. Hann drap fyrir
jari útlaga hans, Kol viking Ásmundarson. Fyrir það verk
gaf jarl honum skip gott, er kallað var Gammur, og fór

l) Kriat. 6/9-11, 12/26; Fms. I, 276, 283-286; II, 118, 119; III,
19-20; Flat. I, 285—287, 362, 363, 500; Fsk. 22/122; Oddr, Fms. X,
342. Sbr. ísl. s. mína II, 346-350.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0668.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free