- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
661

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

661

og þá er Finngeir Upplendingur hjálpaði Helgu Ingjaldsdóttur
til íslands. Þorkell trani fóstbróðir manns hennar og
fylgdar-maður, og Austmenn þeir, sem höfðu flutt hana aptur til
ís-lands, fóru utan aptur vorið eptir.

Um útkomu Bolla Bollasonar er áður getið, og skal hjer
því að eins bent á, að þótt sagt sje um hann, að hann hafi
»átt« skip það, sem hann kom út á, þá þarf það eigi að
lúta að öðru en því, að hann hafi átt fvrir því að ráða.

En þótt óvíst sje um suma þá menn, sem hjer hafa
ver-ið nefndir, hvort þeir í raun rjettri hafi átt skip, eins og
segir í sögunum, eru saint svo margir menn eptir, sem
eigi þarf að efast um að hafi verið skipseigendur. Ber bæði
skipaeign landsmanna og mörg önnur skírteini áreiðanlegt
vitni um það, að landsmenn hafi i upphafi tekið mikinn þátt
í versluninni við önnur Iönd.

V.

íslendingar tóku sjer far milli landa.

Það sem enn hefur verið greint af utanferðum
Islend-inga, hefur einkum verið nefnt til þess að sýna, hve mikinn
þátt þeir tóku i verslun sinni við önnur lönd. 3?essar ferðir
lýsa þvi mest kaupskap íslendinga og skipaeign, og bera
á-reiðanlegt vitni um, að þeir hafi sjálfir á söguöldinni rekið
að tiltölu allmikla verslun við önnur lönd. En í því, sem
hjer fer á eptir, mun verða skýrt frá ýmsum öðrum
utan-ferðum íslendinga, og skal byrjað með að telja nokkra menn,
sem sögurnar segja að hafi tekið sjer far milli landa.
Verð-ur að vísu stundum erfitt að gera upp á milli þessara manna,
°g þeirra, sem hjer eru taldir næst á undan.

Eyjólfur Ingjaldsson, Helgasonar hins magra, frá
Þverá i Evjafirði, fór utan með Hreiðari stýrimanni af Vors í
Noregi, og var með honum á vetrin, en fór í víking fjögur
sumur, liklega með ívari, bróður Hreiðars, og fjekk gott
og mikið fje (um 935—939), Hann gekk á hólm við
Ás-gaut berserk, segir sagan, og vann sigur. Eyjólfur fjekk Ast-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0673.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free