- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
666

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

666

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

skipi, sem uppi stóð á Gásum (líklega 1016). Hann var svo
slvsinn, að hann fjekk eigi hirðvist hjá Ólafi konungi
Har-aldssyni. Árið eptir kom hann sjer í skip, sem fór til Islands
og kom út í Hvítá í Borgarfirði.1)

Kálfur og Steinólfur, bræður tveir í Garpsdal vestra,
tóku sjer far með Illuga Arasyni; sömuleiðis 3?orgeir
Há-varsson (um 1024). 3?eir Kálfur og Steinólfur komu út
sum-arið eptir í Vaðil á Barðaströnd.2)

Egill Siðu-Hailsson fór utan ásamt konu sinni,
í*or-laugu Þorvaldsdóttur úr Ási, og Þorgerði dóttur
þeirra; hún var þá átta vetra. Egill tók sjer far með Tófa
Valgautssyni, kaupmanni af Gautlandi. Petta mun hafa verið
1025, er Egill kom af íslandi af hendi Þorsteins bróður sins
að orðsendingu Ólafs konungs. Egill var við hirð konungs,
og er sagt að hann færi með honum í leiðangur til
Danmerk-ur. Egill kom aptur til Islands með konu og dóttur eptir
nokkurra ára brottveru. Útkomuár hans er óvíst. I
Flateyjar-bók segir að hann færi með Ólafi konungi til Garðarikis
(1028) og berðist með honum á Stiklastöðum. Ef það er rjett,
hefur hann varla komið til íslands fyr en 1031.3)

Sama ár sem Ólafur Haraldsson kom til Noregs fór
Sig-hvatur fórðarson frá Apavatni í Grimsnesi utan með
kaupmönnum nokkrum (1015). Hann var þá ungur að aldri
(»náliga vaxinn maðr«, Snorri), og var í Þrándheimi um
vet-urinn. Þá er Ólafur konungur kom þangað um veturinn,
spurði Sighvatur að Pórður faðir hans var með konungi;
fór þá Sighvatur að hitta föður sinn. Hann færði þá konungi
kvæði og gerðist hirðmaður hans. Hann var síðan í Noregi
til dauðadags (um 1045), og gerðist ágætt skáld. Hann var
mikils metinn af Ólafi konungi og notaður stundum i
mikil-vægar sendiferðir, enda gjörði konungur hann að stallara
sinum. Eptir fall Ólafs konungs undi Sighvatur eigi að búi
sinu í Þrándheimi, og fór austur i Svíþjóð til Ástríðar
drotn-ingar. Pá er Magnús Ólafsson kom til ríkis, gerðist Sighvatur
hirðmaður hans, og hafði hin bestu áhrif á konung, því að
Sighvatur var bæði vitur maður, vandaður og góðgjarn (sbr.

’) Grett. 37/140—143, 41/155, 47/165. 2) Fóstbr. 50, 59. 3) J- s.
b., Bps. I, 152-153, 218; Hkr. II, 129/281, 136/307-309, 155/374-375;
Ól. s. s. 129, 141, 168-69; Ól, s. m. 38-41; Fms. IV, 287, 313,
368-369; V, 321-324; Flat. II, 142-148, 251, 260—261, 315, 344.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0678.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free