- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
667

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

667

Bersöglisvísur). Sighvatur fór kaupferð eina frá Noregi til
Rúðuborgar i Normandí og þaðan til Englands (um 1026—1027).
Hann virðist jafnvel eitt sinn hafa farið út til íslands. 1029 —
1030 gekk hann suður til Róms og var því eigi i
Stiklastaða-orustu; fjekk hann ámæli fyrir það af ýmsum.1)

Sumir af mönnum þessum fóru með vörur með sjer og
áttu meiri kaup við menn, en nauðsyn þeirra á ferðunum
krafði, en á það skal drepið siðar, þá er skýrt verður frá
fartekju manna og með hvaða kostum menn fóru venjulega
’anda í milli, atbúnaði yfirleitt og háttalagi á utanferðum
þessum.

Ymsir fleiri Islendingar, sem tóku sjer far milli landa»
eru taldir i sögunum, en af þvi að þeir fóru utan af
sjer-stökum ástæðum, til þess að forða sjer eða lífi sínu, skal þeirra
getið með þeim mönnum, sem voru gerðir utan eða flýðu landið
til þess að komast undan hefnd. Nokkrar þesskonar
utanferð-ir hafa þegar verið nefndar, ef þeir menn, sem gerðir voru
utan, voru skipseigendur, eða ef önnur ástæða hefur verið til
að geta þeirra hjer að framan.

VI.

íslending-ar gerðir utan og’ forða sjer til annara landa.

I byrjun 10. aldar, á miðri landnámsöldinni, var
Por-^jörn jarlakappi, afi Kára Sölmundarsonar, gjörður sekur
eptir vig Ófeigs grettis, og fór hann utan.2)" Þetta var
eld-gamall siður með norrænum þjóðum að gjöra eða dæma
menn seka, ef þeir höfðu vegið vig eða gjört annað illvirki.
En þeir, sem sekir urðu, forðuðu sjer þá undan hefnd og
fóru af landi burt, eða huldu höfði i önnur hjeruð, ef þeir
niáttu. Sektin var mismikil eptir atvikum.

’) Msk. 76; Fsk. 28/170, 40/198 -201; Hkr. H, 43/62-63, 131/286,
146/350-352,160/380-381, 206/459 -460; III, 7-9/15-21, 15-16/30-33;
01. s. s. 35, 131, 160, 171, 206, 236, 238—239; Fms. V, 232-233, IV,
89-90, 292, 352-353, 374-375, Y, 57, 121-123, 128-131, 177—180,
208- 211, VI, 38-44, 108, 113-119, 287-288; Flat. III, 243, II, 39,
253-254, 276—277, 287, 371-372, IH, 241, n, 393-394, HI, 267-269,
360; Ól. s. m. 65; Knytl., Fms. XI, 200, 202, 204. 2) Ldn. 309-310
Grett. 10/24—25.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0679.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free