- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
674

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

674

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

skeggur. Hann varð að flýja undan Hárekssonum til
Eng-lands.1)

Eptir fundinn á Hrisum og fall þeirra Böðvars
Sigmundar-sonar kom Valla-Ljótur Eyjólfi Porsteinssyni utan og
fimm mönnum öðrum (um 1010). fá er gert var um málið
á alþingi, var ákveðið að níu menn skyldu eigi eiga
út-kvæmt. feir munu hafa farið utan. Eyjólfur Þorsteinsson
kvað hafa farið til Englands og verið þar í þingmannaliði.2)

Grettir Ásmundarson varð sekur fjörbaugsmaður
eptir vig Skeggja húskarls úr Ási, og skyldi vera utan þrjá
vetur. Faðir hans tók honum far til Noregs með Hafliða
á Reyðarfelli (um 1011). ÍVemur árum síðar kom hann með
kaupmönnum út í Skagafirði-3)

Akra-l’órir, eða Þorgils að Ökrum eins og hann er
nefndur í öðru handriti sögunnar, varð sekur á Vöðlaþingi,
en hann fói’ norður á Húsavik um þingið með lausafje sitt
og fór utan (um 1012).4)

A alþingi 1012 var Flosi Pordarson og allir
brennu-menn gerðir utan þi’já vetur, nema Gunnar Lambason,
Grani Gunnarsson, Glúmur Hildisson og Kolur
Poi’-steinsson; þeit’ áttu aldrei útkvæmt. Brennumenn voru svo
margir, að varla var hægt að fá far handa þeim á einu
skipi-Flosi keypti því skip handa sjer og þeim öllum af Eyjólfi nef,
þrænskum manni, og fóru þeir allir utan á þvi. feir fengu
illa veðráttu og brutu skip sitt við Orkneyjar. Fyrir fulltingi
Þorsteins Siðu-Hallssonar tók Sigurður jarl Hlöðvisson Flosa
i sætt við sig fyrir vig Helga Njálssonar og gerði hann að
hirðmanni sinum. Vorið eptir fóru 15 brennumenn með jarh
til írlands og fjellu þar með honum i Brjánsbardaga. Gilli
jarl í Suðureyjum fjekk þá Flosa skip og sigldi hann til
Bretlands (1014): gekk hnnn þá suður til Rómaborgar og tók
þar lausn af páfanum. Hann fór aptur hina »eystri leið« um
Pýskaland, kom til Noregs og var þar um veturinn; segir
sagan, að hann þægi þar skip af Eiríki jarli til útferðar, og
að hann kæmi út í Hornafjörð.5)

Þórir Helgason, goðorðsmaður að Laugalandi í Hörg-

’) Eyrb. 56/105; Heið. 48-50, sbr. 42. 2) V-Ljót. 5—6/185, 7/191.
9) Grett. 16-17/53-62, 24/98, 28/106. 4) Ljós. 14/169, sbr. 258-259.
6) Nj. 145/822 - 823, 147/843, 149/848-850, 153/873 -876, 157/891, 898,
903, 158/906—907; forst. Síð. 216.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0686.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free