- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
675

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

675

árdal, varó sekur og átti að vera utan þrjá vetur svo sem
fjörbaugsmaður (um 1014). Hann fór utan í Skagafirði, var
um veturinn í Orkneyjum og kom út í Eyjafirói um vorið. Hann
sótti þingin um sumarið, en var þó mest heima að búsýslu sinni
Um haustið fór hann til Noregs, og þaðan til Orkneyja og var
þar um veturinn. Vorið eptir fór hann til Islands, og fór alt á
sömu leið sem hið fyrra sumar. Um haustið fór Pórir enn
utan; var hann þá í Noregi um veturinn, fjekk sjer húsavið
og »stýrði skipi sinu aptur til Tslands« um sumarið og kom
í Eyjafjörð. Hann hafði þá verið þrjá vetur utan, en gætt
bús síns á sumrum. Eptir það bjó hann til elli að
Lauga-iandi. I öðru handriti af Ljósvetninga sögu (A. M. 561, C. 4to)
segir að forir hafi verið á Hjaltlandi hinn fyrsta vetur, og
að hann hafi rekið kaupskap á ferðum þessum; enn fremur
að hann hafi »átt mikið i skipi«, er hann kom út úr síðustu
utanferðinni.1)

Pá erforgeir Hávarsson hafði vegið Þorgils Máksson
og auðsætt var, að hann mundi verða sekur, keypti Porgils
Arason á laun far handa honum i skipi, sem uppi stóð í
Norðurá í Borgarfirði, og fór íorgeir þá utan sem fyr er
sagt (um 1014).2)

Eptir Heiðarvig 1014 voru 14 menn með Barða
Guðmundarsyni gerðir utan þrjá vetur. Árið eptir lagði
Barði af stað til útlanda með hálfan þriðja tug manna eins
og áður er getið.

Kolbakur, þræll Grímu í Ögri, veitti formóði
Bersa-syni áverka og var auðsætt að hann mundi verða sekur
skógarmaður á alþingi. Um þingtímann gaf Grima honum
frelsi og kom honum utan í Vaðli (um 1018). Erlendis rjeðst
hann i lið með vikingum.3)

Um 1025 voru tólf menn, sem höfðu verið að vígi
Bjarnar Hitdælakappa, gerðir sekir; skyldu þeir fara utan
hið sama sumar og var fje gefið til færingar þeim. Sagan
segir að ]?orkell Eyjólfsson kæmi þeim utan um sumarið.4)

’) Liós. 17-18/180, sbr. 267. 2) Fóst. 8/25-28; Grett. 27/102—
1Q6. ") Fóst. 9-10/30-36; Flat. n, 149-152. ") Bjarn. 34/75.

42*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0687.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free