- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
677

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

677

Hákon jarl Grjótgarðsson, sem hjer er nefndur, hefur að
öllum líkindum verið sonur Grjótgarðs Hákonarsonar, sem
fjell í orustunni við Sólskel (um 869). Sá Grjótgarður var
sonur Hákonar jarls Grjótgarðssonar, sem kom af Yrjum með
mikið lið móts við Harald konung Hálfdanarson, er hann
lagði undir sig Þrændalög.1) Fyrir það gaf hann jarli
Strinda-fylki til yfirsóknar. Einu eða tveimur árum siðar setti
Har-aldur konungur hinn mesta höfuðbæ þar, er Hlaðir heita við
Þrándheimsfjörðinn rjett fyrir innan Nið. Hann fjekk þá Asu
dóttur Hákonar jarls Grjótgárðssonar og hafði jarlinn mikinn
metnað af konungi, en eigi er þess getið að hann fengi þá
Hiaðir, heldur sat konungur þar hina næstu vetur,2) I’essi
Hákon Grjótgarðsson, sem hefur verið nefndur Hlaðajarl, átti
tvo sonu, Grjótgarð og Herlaug. Þeir voru uppkomnir menn
eða frumvaxta um þetta leyti og börðust með Haraldi
kon-ungi mági sinum við þá Arnvið konung af Sunnmæri,
Auð-björn konung úr Firðafylki og Sölva Húnþjófsson fyrir innan
Sólskel (um 869), og fjellu báðir.8) Faðir þeirra Hákon jarl
Grjótgarðsson fjell mörgum árum siðar í orustu viö Atla
jarl hinn mjóva í Stafanesvogi á Fjölum (um 890—895);
minnist Eyvindur skáldaspillir þess i tveimur visum i
Há-leyjatali, svo að varla þarf að efa að það sje rjett, enda ber
bæði Landnámu og Heimskringlu saman um það.4)

Eptir fundinn i Stafanesvogi segir í Landnámu að
Har-aldur konungur bárfagri og Sigurður jarl Hákonarson hafi
dregið saman her að Hásteini Atlasyni, og hann þá stokkiö
undan og brugðiö til íslandsferðar. En það getur eigi verið
rjett að Sigurður jarl Hákonarson hafi gert þetta, þvi að
hann var brendur inni hjer um bil 70 árum síðar (um 963);
var hann þá enn ern og hraustur og að því er virðist eigi
eldri en á milli sextugs og sjötugs.

A þessum stað í Landnámu var eigi hægt að segja, að
Hákon jarl Grjótgarðsson hefði dregið saman her á móti
Hásteini, þar sem nýbúið var að skýra frá falli hans. En
viða annars staðar i Landnámu er talað um Hákon jarl
Grjót-garðsson siðar en orustan var i Stafanesvogi, þvi að höf-

l) Hkr. I, 7/105. 2) Hkr. I, 9/107, 10/110, 12/113. 8) Hkr. I.
11/110—113; Eg. 4/10. *) Skjaldedigtning, B, 61; Hkr. I, 12/114—
H6; Ldn. 300-301.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0689.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free