- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
676

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

676

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

VII.

Enn ýmsar utanferðir islendinga.

Þótt margar utanferðir Islendinga á söguöldinni hafi
þegar verið taldar, eru þær þó eigi fáar, sem enn eru eptir
og hjer verða nefndar. Ýmsra Islendinga er getið i útlöndum
rjett eins og af tilviljun, eða útkoma þeirra eða utanferð er
nefnd, án þess að nokkuð sje nánar af þeim greint. Af
flest-um þessum utanferðum segir mjög lítið; en þótt ságt sje
tölu-vert af sumum þeim Islendingum, sem hjer ræðir um, er þó
helst skýrt frá afreksverkum þeirra og deilum og fleiru þess
konar, án þess að greint sje, hvernig þeir fóru utan, eða
hvort þeir hafi átt skip eða kaupskap við menn eða eigi o.
s. frv. Svo stuttorð eru heimildarritin opt um þetta, að
ekk-ert greinir t. a. m. af hvernig Qifljótur fór utan, er hann
lagði i hina frægu ferð sína til Noregs (um 924—927). Það
segir sig að visu sjálft, að þessir menn hafa farið utan á
sama hátt sem þeir menn, er þegar eru nefndir, annaðhvort
á eigin skipum eða tekið sjer far hjá öðrum, en frá þessu
greinir eigi. Fyrir þvi er eigi hægt að skipa þeim í neinn
þann flokk, sem að framan er talinn; þykir því rjettast að
telja þá fyrir sig i tímaröð. Sumir þeirra munu að líkindum
hafa verið farmenn og einhverjir þeirra líklega farið einstaka
kaupferðir á eigin skipum; en flestir þeirra munu þó hafa
tekið sjer far eða ráðist í skip hjá öðrum, en um þetta
vantar skírteini.

Þorsteinn ógæfa Helgason, Hrólfssonar úr
Gnúpu-felli í Eyjafirði, fór utan og vá hirðmann Hákonar jarls
Grjótgarðssonar. Eyvindur ráðgjafi jarlsins sendi
for-stein til handa Vjebirni Sygnatrausta eða Sygnakappa. Hann
tók við honum, en fyrir það seldi Vjebjörn eignir sínar og
fór til Islands, er hann treystist eigi að halda Porstein fyrir
jarli.1) Petta hefur verið í kring um 925, og getur varla
ver-ið miklum mun fyr eða siðar. En af því að Hákon jarl
Grjót-garðsson fjell í Stafanesvogi og það var miklu fyr, hefur
þetta verið talið fjarstæða ein.3) Pað þarf því að skýra þetta
nánar.

’) Ldn. 148, 149. 2) Safn I, 258, 290.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0688.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free