- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
685

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

685

i Hjörungavogi. Litlu eptir það mun hann hafa farið til
ís-lands (um 988), og þar druknaði hann nokkrum árum siðar.1)
Hávarður, frændi Gests Oddleifssonar, kom út, líklega
sumarið 977.2)

Snorri Þorgrimsson, er síðar varð goði aö
Helga-felli, var að eins 14 vetra, er hann fór utan með
fóstbræör-um sinum l’orleifi kimba og Þóroddi
Þorbrandsson-um úr Álptafirði. Þeir komu til Noregs um haustið og voru
um veturinn á Rogalandi (líkl. 977). Snorri var með Erlingi
Skjálgssyni á Sóla, og var Erlingur vel til hans; segir sagan
aö forn vinátta hafði verið með hinum fyrri frændum þeirra,
Hörða-Kára og Þórólfi Mostrarskegg. Sumarið eptir fóru
þeir til íslands og komu út i Hafnarfirði litlu fyrir vetur
(líkl. 978).8)

Guðmundur hinn ríki Eyjólfsson var handgenginn
Hákoni Hlaðajarli hinum ríka; ef það er rjett, sýnir það að
Guðmundur hefur farið utan á yngri árum (um 980), þótt
Nss sje eigi getið.4)

Gríss Sæmingsson að Geitaskarði i Langadal var
er-lendis og hafði »verið út allt í Miklagarði og fengið þar
mikl-ar sæmdir« (um 980).5)

Ketill kappi forbjarnarson frá Fróðá var
utan-!ands um 98l.6)

Hallbjörn hviti, bróðir Otkels í Kirkjubæ á
Rangár-völlum, flutti út irskan þræl, er Melkólfur hjet; hann hefur
þvi verið erlendis (um 982 eða litlu fyr).7)

Þorleifur skúma (eða Skúmur) og Þórður
örv-hönd, synir Þorkels auðga i Alviðru (af Mýrum segir i
^agurskinnu, en það mun eigi vera rjett) í Dýrafirði, voru
báðir í orustunni i Hjörungavogi, og börðust þar með
Há-koni jarli (um 986); alls eru taldir fimm íslendingar i þeirri
°rustu og eru þrir áður nefndir. Þorleifur var særður til
en Þórður misti hægri hönd sina i bardaganum, og
íjekk af þvi auknefni sitt. Þórður fór til íslands og bjó í
Alviðru eptir föður sinn.8)

Skapti Þóroddsson, lögsögumaður, hefur á yngri ár-

l) Eg. 78/288-292; Fsk. 14/68—72, 15/79; Hkr. I, 6/236 -237,
15/250, 16/280; Jómsv., Fms. XI. 127-130, 144, 158; Hat. I, 188-189,
195, 203, 2) Gísl. 30/81. 3) Eyrb. 13/14. 4) Ljósv. 2/117.
) Hallfr. 3/88. G) Eyrb. 18/22. 7) Nj. 47/204. 8) Fsk. 20/94, 20/98,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0697.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free