- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
687

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

687

Grímur, íslenskur maður, hirðmaður Ólafs
Tryggva-sonar og stafnbúi, kom út (um 997). Hann hafði lengi verið
utan. Hann reið til alþingis sumarið eptir og var þar veginn.1)
Guðleifur Arason frá Reykhólum var erlendis með
Ólafi Tryggvasyni. Hann kom út með fangbrandi presti (997)
og fór aptur utan með honum (999)2).

I siðasta leiðangri Olafs Tryggvasonar eru nefndir
nokkr-ir íslendingar. Einn þeirra var Orm ur skógarnef Hámun
d-arson, hálfbróðir Gunnars að Hliðarenda. Hann var á
Orm-inum Ianga og fjell þar með Ólafi konungi.3) I’orsteinn
uxafótur var stafnbúi á Orminum langa, en sögunum ber
eigi saman um hvort hann hafi fallið þar.4) Það er eigi
held-ur alveg vist að hann hafi verið Islendingur, þótt svo sje
sagt í þættinum af honum. Oddur munkur segir i
Stokk-hólmshandritinu af sögu Ólafs Tryggvasonar að hann hafi
verið af Höfund, skamt frá Skíðu og Bratsbergi sunnarlega i
Noregi. Hásteinn (eða Hallsteinn) Hrómundarson hins
halta fór utan og fjell á Orminum langa, segir i Landnámu,
sem er einhver hin áreiðanlegasta af fornsögum vorum.
Há-steinn barðist við Sleitu-Helga um 955; bendir aldur hans á
að hann hafi farið utan einhvern tíma á árunum 960—970, og
að hann hafi verið hættur að fara í hernað árið 1000.5) Enn
fremur er sagt aðÞorsteinn Þorkelsson skelkurhafi fallið
á Orminum langa, en þátturinn af honum er æfintýri, og eptir
honum er farið i Flateyjarbók.6)

Með Eiriki jarli Hákonarsyni börðust þrir íslendingar i
Svoldarbardaga. feir voru allir stafnbúar jarls á
Járnbarð-anum. Einn þeirra, Vigfús Víga-Glúmsson, er áður nefndur;
annar var Torfi Valbrandsson’), og hinn þriðji Skúli
^orsteinsson frá Borg á Mýrum. Hann var lengi í víking

’) Oddr, Fms. X, 325—26; Fms. II, 172—174; Flat. I, 386. 2) Nj.
100/528, 103/545; Ldn. 130, 283. 3) Ldn. 286, 288, 344; Hkr. I,

94/426; Frís. 156; Oddr, Fms. X, 355; Oddr» 56; Fms. II, 252; Flat. I,
452, sbr. ísL sögu mína II, 241 nm. 4) IIkr. I, 94/425; Frís. 156; Oddr,
ÍW X, 354,’363; Oddr2 55, 60; Fms. H, 251, 329-330, HI, 4; Flat.
l> 452, 491, 494, sbr. 249-263, einkum bls. 256—57, í þætti forst. uxf.
5) Ldn. 167; Flat. I, 414 (Þáttur Hrómundar halta), 452; sbr. Safn I,
369, 377-378. c) Flat. I, 416-418 (fáttur forsteins skelks), 452, 492.
7) Oddr, Fms. X, 356; Oddr2 56; Fms. II, 320; Flat. I, 482.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0699.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free