- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
690

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

690

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

ungur sendi Guðmundi jarteiknir og orðsendingar um vináttu
(1019 og optar).1)

Bjarni Brodd-Helgason, frá Hofi í Vopnafirði, fór
utan og gekk suður og andaðist i þeirri ferð. Hann hvilir i
borg þeirri, er Valerí heitir, suður á Italiu. Hvaða ár hann
hefur andast, er ókunnugt, en það mun hafa verið um 1020,
eða litlu fyr. Hans getur annars siðast á alþingi 1012.2)

Bjarni nokkur, systurson Þórarins Nefjólfssonar, kom
af skipbroti norður við Hálogaland á fund Þórarins, er hann
var með Ólafi konungi Haraldssyni.3)

Hallvarður, islenskur maður og austfirðskur, var í
Orkneyjum með Þorkeli fóstra Ámundasyni, er hann vá
Einar jarl Sigurðarson (um 1020).4)

fórður Barkarson fór af íslandi og gerðist
handgeng-ínn Ólafi konungi Haraldssyni (um 1020 eða að minsta kosti
fyrir 1024). Þórður er í Heimskringlu talinn með
metorða-mönnum, en annars er ekkert um hann kunnugt, nema ef
hann hefur verið sá Þórður Barkarson, sem talinn er með
niðjum Ávangs hins irska og var sonarsonur Þormóðs
fjóst-arssonar.5)

Bersi Skáldtorfuson var skáld Sveins jarls
Hákonar-sonar og var með honum í Nesjaorustu (25. mars 1016);
hefur hann varla komið siðar til Noregs en 1013, ef það er
satt sem sagan segir, að hann hafi hjálpað Gretti, áður en
hann fór til Islands (1014). Líklega hefur Bersi farið til
Sví-þjóðar með Sveini jarli, en jarlinn andaðist þá um haustið
og getur Bersa eigi um nokkur ár, eigi fyr en hann kom til
Noregs á vald Ólafs konungs. Hann ljet þá setja Bersa í
fjötra, en hann orti flokk um konunginn. Við það mun
kon-ungi hafa runnið reiðin, þótt Bersi lýsti þar trygð sinni við
Svein jarl. Þau skáldin, Bersi og Sighvatur, munu þá hafa
gerst vinir; hefur Bersi líklega farið með Sighvati í kaupferð
hans til Normandi og Englands, þvi að þeirra er beggja
get-ið saman hjá Knúti hinum ríka (um 1026); gaf konungur
honum tvo gullhringa og sverð. Bersi fór og með Sighvati
suður til Róms (1029—1030). Þá er þeir fóru að sunnan,

’) Ljós. 117, 252-254; Hkr. II, 85/159-160. 2) Þorst. st.

86. 3) Fms. Y, 315-320. *) Hkr. II, 99/205; Ól. s. s. 95; Icel. sag.

I, 21; Mat. H, 177. 5) Hkr. H, 124/272; Ól. s, s. 125; Fms. IV, ^80’
Flat. II, 239; Hksb. 20/13; Stb. 20/136; Ldn. 14/48.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0702.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free