Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
SÖGUÖLDIN.
691
mættu þeir Norðmönnum nokkrum, er sögðu fall Ólafs
kon-ungs. Við þau tiðindi urðu þeir mjög hryggir. Sagan segir að
Bersi þrútnaði og gerði dreyrrauðan yfirlits, og að hann gengi
þá aptur i borgina til Pjeturskirkju og spryngi þar af harmi.
Hann var grafinn að Pjeturskirkju, segir sagan (1030).1)
Þórður Sjáreksson, skáld, var mágur Hjalta
Skeggja-sonar, og rjeðst af landi burt á dögum Ólafs konungs
Har-aldssonar og ætlaði að fara pilagrimsferð til Jórsala. En er
hann kom til Sýrlands, sneri hann þar aptur sökum ófriðar.
Hann kom aptur til Islands. í skáldatali er hann talinn skáld
Eiríks jarls og Ólafs konungs; mætti af því ætla að hann
hafi verið hjá þeim báöum og farið fyrst utan um 1012, en
siðast um 1030. Hann orti erfidrápu um Ólaf konung hinn
helga og er hún kölluð Róðudrápa.2)
Óttarr svarti, systurson Sighvats skálds, fór ungur
utan. Hann var skáld og f’ór frá einum konungi til annars,
orti um þá og fekk laun fyrir. Óttar var máldjarfur
mað-ur og höfðingjakær. Hann var hjá Ólafi konungi sænska
nokk-ur ár (um 1017—1022). Eptir dauða konungs virðist hann
fyrst hafa verið hjá syni hans, Önundi Jakob, því að hann
er talinn skáld hans. Síðan hjelt hann til Noregs,. og beiddist
að ganga til handa Ólafi konungi Haraldssyni. Konungur ljet
þá setja hann í myrkvastofu fyrir það, að hann hafði ort
ftiansöngsdrápu um Ástriði drotningu Ólafsdóttur
Sviakon-Ungs, þá er hann var með föður hennar; hún hafði síðan
giptst Ólafi konungi Haraldssyni (í febrúar 1020). Sighvatur
fór þá um nótt til myrkvastofunnar og fekk systurson sinn
til að snúa þeim vísum í kvæðinu um drotningu, er mest
voru ákveðin orð í, og til að yrkja annað kvæði um konung.
Ottar flutti siðan bæði kvæðin fyrir konungi og drotningu og
varð það honum til lifs. Drápan um konung heitir
Höfuð-iausn og eru 20 vísur til af henni. Drotning launaði lika
Ottari kvæði sitt og gaf honum fingurgull.
Frá Ólafi konungi fór Óttar til Knúts konungs hins rika
>) Grett. 15/46-48, 23/92, 24/95-97; Hkr. II, 50/73-74, 131/286;
01. a. s. 40-41, 131; Fms. IV, 101, 292; V, 233—234; Knytl., Fms. XI,
204; Elat. II, 45, 371; IH, 243-244. 2) Hkr. II, 150/366; Fms. III,
37—38, IV, 362—363; Flat. II, 281; um nokkrar missagnir í sögunum
Um fórö Sjáreksson sbr. F. Jónsson, Litteraturhist. I, 617—619.
42*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>