- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
704

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

704 FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Á Norðurlandi er getið um Björn, Austmann nokkurn, á
þessum árum. Hann átti skip búið til hafs og fór forkell
krafla utan með honum.1)

Um 980—982 er getið um þrjú norræn skip á
Vestur-landi. Tvö þeirra komu út (likl. 980) í Breiðafjörð, annað i
Salteyrarós en hitt i Dögurðarnes. Skipið i Salteyrarósi áttu
hálft norrænir menn, en hálft suðureyskir. Björn hjet
stýri-maður Norðmanna og fór hann til vistar á Eyri til Steinþórs
3?orlákssonar. Stýrimaður Suðureyinga hjet Alfgeir og var
hann með Þórarni svarta i Máfahlíð um veturinn. Þórarinn lenti
litlu siðar í bardaga við forbjorn digra, mág Snorra goða,
og feldi hann. Vorið eptir brendi Snorri goði skip þeirra
Álf-geirs, af því að hann sá að Þórarinn mundi ætla utan með
honum án þess að bjóða bætur, og Álfgeir hafði barist með
honum.1?á keyptu þeirVermundurogArnkellgoði af
Austmönn-um skip það, sem var í Dögurðarnesi, og fóru þeir Alfgeir,
Vermundur og fórarinn utan á því sem fyr er sagt.2) í^riðja
skipið kom i Gufárós í Borgarfirði og hjet stýrimaður
Berg-finnur. Hann var um veturinn hjá Porsteini Egilssyni, en
»Austmenn« vistuðust á öðrum bæjum. Bergfinnur er
kunn-ur af því að hann rjeð draum Þorsteins um forlög Helgu
dóttur hans. Sumarið eptir fór hann utan ásamt fjelögum
sín-um.s)

Um 989 er getið um þrjú norræn skip, sem sigldu af
Is-landi, suðurströnd landsins að þvi er virðist. Einu þeirra
stýrði Högni hinn hvíti og er hann í nokkrum handritum
sagður vikverskur maður eða færeyskur; með honum tók
l?ráinn Sigfússon sjer far. Fyrir öðru skipi rjeð Arnfinnur
hinn vikverski og tóku þeir bræður frá Hlíðarenda sjer far
með honum. Fyrir þriðja skipinu voru þeir Bárður svarti
og Ólafur Ketilsson úr Eldu í 3?rændalögum og fóru
Njálssynir utan með þeim.4) Þetta sama sumar kom þrænsk-

veturinn á liann að liafa verið lijá Porkeli Geitissyni i Krossavík og
eignast. þá son með systur hans. Sá sveinn, segir sagan, var
íJor-steinn uxafótur; en þáttur lians er ósannsögulegur. Flat. I, 250—251
<= Fms. m, 108—111), sbr. að framan bls. 687. l) Vatn 43/69, sbr.
að framan bls. 657-58. s) Eyrb. 18/21, 22/36; Ldn. 9/89—90; sbr.
að framan bls. 642. 3) Gunnl. 2/192-197. í Gunnl. sögu er sagt að
Bergfinnur væri norrœnn (= norskur) að ætt; síðan er bann livað
eptir annað kallaður Austmaður. *) Nj, 75/346—348, 83-84/390—397.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0716.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free