- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
705

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

705

ur maður, Kolbeinn Arnljótarson, út í Austfjörðum, í
Gautavik. 3?ar bjó hann skip sitt sumarið eptir, þá er
Hrapp-ur bað hann flytja sig um haf.1)

Sigurður, norrænn maður, átti skip með Hallvarði
Arnórssyni og kom út i Húsavík (um 990) sem fyr segir.
Fleiri Austmenn voru á skipinu. Sigurður seldi varning sinn
um veturinn, en var drepinn um vorið, er hann heimti
verð-ið.2) Banamenn hans voru gerðir utan og átti einn þeirra,
Sölmundur Viðarsson, útkvæmt eptir þrjú ár. Eptir tvo vetur
fýstist hann til Islands, og segir sagan að Hákon jarl
Sig-urðarson hafi sent út skip og gripi til að hlynna fyrir
hon-um. Ef það er rjett, mun jarl hafa látið kaupskipið sigla til
Islands í kaupferð og hjálpað Sölmundi um leið (um 992).3)
Um 992 kom Þorsteinn hinn hviti norrænn maður,
á kaupskipi sinu til Islands og var þar tvö ár. Flóamanna
saga segir að hann væri lendur maður Hákonar jarls
Sig-urðarsonar. Hann fór síðan til Grænlands að leita íorgils
örrabeinsstjúps vinar sins; og flutti hann þaðan til Islands;
hröktust þeir á leiðinni bæði til írlands og Hálogalands. Eptir
skamma vist á íslandi hjelt Þorsteinn þá til Noregs.4)

Um 993 er getið Norðmanna á Gásum, er seldu
Viga-Glúmi skip handa Ögmundi Hrafnssyni.6)

Um 994 voru kaupmenn, Austmenn, í Straumfirði, er
bjuggu þar skip sitt. Austmenn þessir komu út aptur tveimur
árum siðar og tóku þá Dögurðarnes, og stóð skip þeirra þar
uppi um veturinn (um 996—997).6)

Árið 1000, eða um það leyti, var Auðun
festargarm-ur með skip sitt 1 Gufárósi; segir sagan, að hann seldi
helm-inginn i þvi Illuga hinum svarta handa Gunnlaugi syni hans,
er fór utan með honum (líkl. 1001); en þó má vera að
Þetta sje sagt til þess að bæta á mikilmensku þeirra
Gils-bakkafeðga eða Gunnláugs, sem sagan er af. Auðun kom
aptur til íslands og tók þá land i Bjarnarhöfn. Hann var á
-Pórsnesþingi, þá er gert var um víg Kjartans Ólafssonar og
Osvífrssynir urðu sekir (um 1003). Sagan segir, að hann vildi
eigi flytja þá utan og að Ósvífur Helgason hafi þá spáð hon-

’) Nj. 87/409—414. 2) Ljósv. 1/115-116, sbr. að framan bls. 618.
) Ljósv. 2/117. 4) Fló. 15/133, 24/148, 26-29/151—154. 6) Fms.
63; Flat. I, 332. Eyrb. 39-40/69—70, 42/75, 45/84 -85.

42

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0717.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free