- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
713

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

713

Kollur austmaður reið með Brodd-Helga Þorgilssyni til
alþingis, er hann var veginn (um 986); mun hann hafa verið
með honum undanfarandi vetur.1)

Tveir Austmenn, Þórir og Þorgrímur, voru á vist
með Egli Kolssyni í Sandgili, þá er hann sat fyrir Gunnari
á Hliðarenda hjá Knafahólum (um 986). Þar fjell Þórir og
var hann þá í þingum við Guðrúnu náttsól Egilsdóttur.
Henn-ar fekk síðan Þorgrímur fjelagi hans og fór hann þá eigi
utan, en fjell að Hlíðarenda (um 990). Báðir þessir Austmenn
voru sagðir frumferlar út hingað um 986.2)

Tveir Austmenn voru á vist með Helga Asbjarnarsyni;
hjet annar Sigurður skarfur en hinn Önundur. feir
fóru með Helga Ásbjarnarsyni, er hann sat fyrir Helga
Drop-laugarsyni í Eyvindardal (um 998). Þar fjell Önundur, en
Sigurður varð sár.3)

Annar Austmaður fjell i bardaga þessum og var hann
í liði Helga Droplaugarsonar.4)

Austmaður var hjá Ljóti hinum spaka á Ingjaldssandi,
og kom hann út í Vaðli (um 1000).5)

Austmaður var í Krossavik hjá Þorkeli Geitissyni (um
1005) og voru þá viðar Austmenn í Múlasýslum.6)

Austmaður var með fórði Kolbeinssyni og í fyrirsát
fyrir Birni Hitdælakappa (um 1023).7)

Hæringur, Austmaður, var á skipi, sem kom út í
Göngu-skarðsósi. Hann fór til vistar með Þorbirni öngli og með
honum út í Drangey, og Ijet þar líf sitt (um 1030).8)

A alþingi 999 er einnig getið eins norræns manns;9)
komu þeir eigi sjaldan til alþingis eins og ýms vitni eru um.

Liklega hafa sumir af Austmönnum þessum siglt á sínum
eigin skipum til íslands, og verið stýrimenn, þótt þess sje
eigi getið; en flestir þeirra hafa þó eflaust verið hásetar á
norrænum eða íslenskum skipum. Eins og Islendingar tóku
sjer far eða rjeðust í skip með norrænum mönnum, eins
gerðu Norðmenn hjá íslendingum. Eitt dæmi upp á það er
Geirmundur gnýr, ríkur bóndi og víkingur á Hörðalandi.
Hann fekk sjer far hjá Ólafi pá til íslands, og var með hon-

’) Vápn. 13/53. 2) Ldn. 5/290; Nj. 58/261, 61/281, 63/291-292,
77/359-360. 3) Dropl. 9/159, 10/162,11/164. ") Dropl. 10/163. 6) Ldn.
28/145—146. 6) Dropl. 13/169. ’) Bjarn. 26/53. 8) Grett.
76/266-268. ») Pms. II, 211.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0725.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free