- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
714

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

714

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

um þrjá vetur í Hjarðarholti og giptist furíði dóttur hans.
Síðan fýstist hann utan, og gaf Ólafur honum þá kaupskipið
til fararinnar (um 980—985)1). En Norðmenn rjeðust eigi eins opt
í skip hjá Islendingum eins og Islendingar hjá þeim, af því að
þeir áttu miklu meiri skipakost og þurftu því sjaldnar á því að
halda en Islendingar. Norðmenn fóru eigi heldur svo opt til
Is-lands sem Islendingar til Noregs; þeir fóru kaupferðir til ýmsra
annara landa, bæði suður og austur á bóginn, en þó einkum
vestur um haf til Englands, Skotlands og írlands. íslendingar
binsvegar leituðu mest til Noregs, og eptir þvi sem siglingar
þeirra suður um haf, beina leið til Vesturhafslanda, minkuðu,
þvi optar að tiltölu fóru þeir til Noregs. Norðmenn áttu á
þessum öldum nógan skipastól, en ef norskur maður vildi
fara í siglingar og hann átti eigi skip sjálfur, rjeðist hann,
að því er virðist, i skip með íslendingum, ef hann hitti þau
fyrir, rjett eins og i skip með Norðmönnum. Fyrir því fóru
Norðmenn bæði á islenskum og norskum skipum til íslands,
rjett eptir þvi sem verkast vildi, og likt var um ferðir þeirra
til Grænlands. Þannig er getið tveggja Austmanna á skipi
þeirra Þorgríms trölla og Þórarins ofsa. Hjet annar þeirra
Már, og kom hann fyrst sári á forgeir Hávarsson, en hinn
Þórir, og lagði hann spjóti í gegnum forgeir, en hann varð
þó banamaður þeirra beggja.2)

íslendingar og Norðmenn gerðu einnig stundum fjelag
með sjer á kaupferðum sínum, eins og fyr er sagt, og það
virðist hafa verið eins algengt á milli þeirra, eins og
inn-byrðis á milli Norðmanna sjálfra, ef frá ertalið fjelag milli bræðra
eða nánustu frænda. En þó verður að gæta að því, að sögurnar
eru tæplega eins fræðandi um þetta atriði að því er
Norð-menn snertir eins og um íslendinga.

Hjer að framan hafa verið nefnd ýms dæmi upp á
íje-lagsskap milli Norðmanna og Islendinga, og enn má geta
þess, að Ólafur konungur Haraldsson gerði fjelag bæði við
norska kaupmenn og islenska.3) Þá er hann vildi láta flytja
Hrærek konung Dagsson (eða Hringsson) til Grænlands eða
íslands, fekk hann Þórarin Nefjólfsson til þess (1019).4)

í) Lax. 29 -30/98-101. 2) Fóst 17/56. 8) Hkr. I, 7, II,
66/98; Ól. s. s. 50; Fms. IV, 124; Flat. II, 55. 4) Ól. s. m. 18; Hkr.

II, 85(158-160; Ól. s. s. 74-76; Fms. IV, 175-177; Flat. II, 90, 118;
sbr. að framan bls. 626.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0726.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free