- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
730

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Annað tímabil, friðar- og rit-öldin
1030-1200.

Þriðj i þáttur. Ferðir Islendinga til annara landa.

I. Nokkur orð um tímabilið og- heimildarritin.

Á meðan heiðin trú, hin svo nefnda Ásatrú, rjeð lögum
og lofum yfir hugsunarhætti og athöfnum Islendinga og
ann-ara Norðurlandaþjóða, þótti það alls engin óhæfa að drepa
ókunna menn og útlenda, ræna og rupla eignum þeirra,
her-taka konur þeirra og börn og hneppa þau í þrældóm,
held-ur þvert á móti. Slíkt var eigi að eins leyfilegt, heldur var
það atvinnuvegur, og venjulega talið hreystiverk eða
mann-dáð, ef eigi var að því unnið á mjög óþokkalegan eða nið
ingslegan hátt. Skáldin lofuðu það og vegsömuðu, og eptir
dauðann áttu mestu manndrápararnir von á veglegu lifi og
hinni mestu virðingu hjá Óðni.1) Þetta óhagsæla og óeðlilega
vanþroskaástand breyttist töluvert, þá er kristnin festi rætur
meðal manna og kærleiksboðskapur hennar tók að hafa áhrifá
hugarfar manna og athafnir. í*á var þvi ástandi lokið, sem
hafði verið einhver hin helsta ástæða til vikingaferðanna;
þær hættu og hurfu að mestu leyti úr sögunni. Rán og viking var
bannað; enginn mátti gera slikt að atvinnu, þótt útaf þvi væri
stundum brugðið. Kristnin fekk mönnum hins vegar mikið að
starfa og um nýtt að hugsa. Hún lagði að sumu leyti annan og
nýjan blæ á mannlífið. Bestu mennirnir tóku að hugsa um
ástandið innanlands og það tók framkvæmdarafl landsmanna
j- þjónustu sína. Svona var þetta eigi að eins á íslandi heldur

’) Öbr. íslendinga sögu mína II, 125 o. ef. 3?að má nærri geta, að
margur hefur átt um sárt að binda og ástandið að ýmsu leyti hefur
■eigi verið eins gott á söguöldinni, eins og opt liefur verið gumað af
í hugsunarleysi og vanþelckingu, bæði fyr og siðar, en einkum jíó
síðan rómantiska stefnan hófst.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0742.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free