- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
731

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

731

einnig á Norðurlöndum, þar sem kristnin festi rætur um sama
leyti sem á íslandi.

í’ormóður prestur og kennimenn þeir, sem komu til
ís-lands með þeim Gissuri hvita og Hjalta Skeggjasyni, hafa
ef-laust unnið í kyrþey að þvi að kenna landsmönnum kristni
og efla hana á ýmsan hátt, þótt engar sögur fari af starfsemi
þeirra eptir árið 1000. Þá er Ólafur Haraldsson var setstur
að riki í Noregi, fekk hann Islendinga brátt til þess að nema
úr lögum heiðnar’ venjur og ákvæði. Bjarnharður biskup
Vilráðsson, sem á Islandi var nefndur hinn bókvísi, fór
þangað til þess að efla kristnina og líklega einnig til þess að
leiðbeina landsmönnum við endurskoðun landslaganna í
kristi-lega átt, og eptir hann komu ýmsir aðrir biskupar til
lands-ins; hafa sumir þeirra verið atkvæðamenn með allmiklum
á-huga á að eyða heiðnum venjum og hjátrú og efla kristna
trú. Einn þeirra setti munkalifi i Bæ í Borgarfirði og annar
þeirra »vígði kirkjur og klukkur, brýr og brunna, vöð og
vötn, björg og bjöllur,« eins og sagan segir. Liklega hafa
hljóðstafirnir haft nokkur áhrif á upptalning þennan, en
Bjarnharður biskup hinn saxneski, sem þetta er sagt um,
var orðlagður fyrir vígslur sínar. Með þeim vildi hann leggja
helgi Krists á hin nýju guðsþjónustuhús og klukknahljóminn,
tryggja brýr fyrir skaða af hendi illra vætta, og hreinsa
ó-hreina staði og ramheiðna, hóla og björg, sem heiðin goð og
vættir bjuggu i, staði, sem mönnum stóð geigur af sökum
gamals átrúnaðar.

Eptir miðja 11. öld tók einn af höfðingjum landsins, sem
fengið hafði prestsmentun, biskupsvigslu, og ísland eignaðist
innlendan biskup. Biskupstóll er settur í Skálholti og siðan
annar á Hólum, tiund er lögleidd og kirkjan og landið
eign-ast sjerstakan »kristinn rjett«. A þessu tímabili kemst fast
skipulag á kristnina i landinu og stofnanir komast á fót,
sem hún þurfti á að halda og tíðkanlegar voru í kristnum
löndum.

Höfðingjar landsins tóku kristnina að sjer og kirkjan á
Islandi varð þvi veraldlegri en i öðrum Iöndum. En í stað
þess að þeir fengu mestu yfirráðin yfir kirkjunni, tók kirkjan
Þá jafnframt í þjónustu sina; þeir lærðu að lesa og skrifa,
fóru að stunda bóknám, tóku prestvígslu, fóru að rita upp
landslögin, bæði veraldleg og kirkjuleg, sögur og mannfræði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0743.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free