- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
738

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

738

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

eigi hægt að vita neitt um það með vissu. Lika getur verið
að Kolur hafi farið utan á norsku skipi eða verið i fjelagi
með Norðmönnum; er getið um Austmann einn, sem var þá
á vist með Þorsteini og má vera að hann hafi verið af sama
skipi sem Kolur. Austmaður þessi hafði fyr verið með
JPór-haddi, og bendir það á að hann hafi verið i siglingum milli
Islands og Noregs.1)

Porgrimur Hallason, bóndi á Brúnastöðum i Fljótum,
hafði verið hirðmaður Ólafs konungs Haraldssonar, og hefur
því farið utan á ríkisárum hans, þótt þess sje eigí getið;
hefur það líklega verið áður en hann byrjaði búskap.
Þor-grimur keypti eitt sumar hálft skip af norrænum mönnum,
en hinn helminginn af því áttu íslenskir menn, bræður tveir,
Bjarni og Pórður Hallbjarnarsynir skefils úr
Laxár-dal. 3?eir fóru siðan allir utan, og fór Illugi son Þorgrims
með honum og tveir fylgdarmenn, Galti og Kolgrímur.
Dm veturinn voru þeir i 3?rándheimi með Kalfi Arnasyni.
Þeir bræður flimtuðu Þorgrím þegar á leiðinni og lögðu ilt
til hans, og ekki voru þeir betri við hann í Noregi. Bjarni
orti um veturinn kvæði um Kálf og lofaði hann fyrir
fram-göngu hans á Stiklastöðum. Nú var Þorgrimi nóg boðið og
hjó hann Bjarna banahögg, en Kálfur ljet dæma Þorgrim
út-lægan og Pórður drap hann þegar. Kolgrímur hefndi hans
þá og veitti I’órði banvænt sár.

Magnús konungur hafði verið suður í Danmörku, segir
sagan, og kom nú til Þrándheims. Hann gaf Kolgrími líf og
hálft skip þeirra fjelaga móts við Illuga Þorgrimsson.
Kol-grimur hafði í vandræðum sínum heitið suðurgöngu, og gekk
hann suður, en Illugi beið hans i Noregi á meðan. Siðan
fóru þeir báðir til íslands, og settist Illugi i bú á
Brúnastöð-um, en seldi Kolgrimi sinn hlut i skipinu; fór hann þá milli
landa og segir sagan, að hann þætti hinn besti kaupdrengur.3)
Ef rjett er sagt af atburðum þessum, þá hafa þeir orðið
um 1038, því að Kálfur Árnason var landflótta úr Noregi
öll hin seinni rikisár Magnúss konungs og fram til 1050.
En vísindamenn hafa ætlað, að Bjarni Hallbjarnarson væri
sami maðurinn sem Bjarni gullbrárskál d. Hann kvað
flokk um Kálf Árnason og er nokkuð enn til af honum. I

f. Siöu-H. 222, 227-228, 229-230. s) Fms. VI,. 30-36.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0750.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free