- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
737

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FlllÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

737

Þorsteinn Síðu-Hallsson hefur að likindum farið til
ís-lands sumarið eptir (um 1042), en nokkrum árum síðar getur
hans i Danmörku (1047). Hann var þá nýkominn sunnan frá
Róm og kom á fund Magnúss konungs, er hann lá
bana-leguna; segir sagan, að konungur gæfi honum að bæn hans
nafn sitt handa syni sínum. Hvað sem hæft er í þessu, er
það þó víst að Þorsteinn átti son, sem Magnús hjet; var
hann faðir Einars, föður Magnúss biskups, er var fæddur 1098.
Hafa þeir ættliðir gengið fremur fljótt fram, því að Magnús
Þorsteinsson getur eigi verið fæddur fyr en 1049, ef saga
þessi er sönn. Magnús konungur andaðist 25. oktbr. 1047, og
í’orsteinn Siðu-Hallsson hefur komið 1048 heim úr þessari
ferð. Þá voru liðin 36 ár frá því, er hann lagði af stað í
fyrstu utanferð sína.1)

I sögu Þorsteins Siðu-Hallssonar (bls. 217) segir, að hann
færi frá Orkneyjum, þá er hann kom þangað úr
Brjánsbar-daga 1014, »til Noregs og kom til hirðar Magnúss konungs
Olafssonar og gerðist hans hirðmaður«. Að þetta er rangt,
er svo augljóst að eigi þarf að rökstyðja það ítarlega. Þá er
Þorsteinn fór fyrst utan var faðir hans á lífi, og hafði hann
því eigi tekið við goðorði hans. Það er því einnig rangt i
sögu Porsleins, að Þórhaddur hafi tekið við goðorði, er hann
fór utan á fund Sigurðar jarls Hlöðvissonár. Það hefur fyrst
verið löngu siðar, þá er Þorsteinn fór i utanferðirnar um
1040—1043, nema ef um utanferð væri að ræða, sem engar
sögur fara af. Líklegt er það þó eigi, því að útaf deilum
þeim og fjandskap, sem hófst út af goðorðinu, drap
íor-steinn Þórhadd og syni hans. Fyrir þessi víg mun Þorsteinn
hafa farið enn utan (1046) og gengið suður til þess að fá
lausn. Það var síðasta utanferð hans; nokkrum árum siðar
yar hann myrtur.

3?að er mjög líklegt að Þorsteinn hafi átt skip eða þeir
bræður í sameiningu. Litlu eptir að Þorsteinn kom úr þriðju
utanferð sinni, er þess getið að Kolur Siðu-Hallsson,
bróðir hans, hafi verið á vist með honum, og hafði hann
komið út um sumarið (um 1044). Hann eggjaði bróður sinn
til hefnda, en af siglingum hans segir ekki meira; má vera
að hann hafi farið á sama skipi sem forsteinn, en þó er

") Fms. VI, 228 -229; Flat. IH, 330; 1J. Síðu-H. 217-219.

47

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0749.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free