- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
741

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FKIÐAK- OG RLT-ÖLDIN.

741

maður á íslandi á sinni tiö. Hann var tólf vetra, segir sagan,
er hann rjeöst til sjóróðra út á Vatnsnes, og aflaði hann sjer
kaupeyris þar í fiskveri á hinum næstu þremur árum. Siðan
rjeðst hann í flutningar um Húnaflóa norður til Stranda með
farma, og keypti sjer hlut í ferju; græddi hann brátt fje svo
að hann eignaðist einn ferjuna; fór hann svo í milli
Mið-fjarðar og Stranda nokkur sumur og varð vel fjáður. Þá
keypti hann hlut í kaupskipi og fór utan og var í
kaup-ferðum um hrið. Honum varð gott til fjár og mannheilla, og
eignaðist alt kaupskipið og «mestan hiuta áhafnar«. Hann
var opt með höfðingjum og tignum mönnum erlendis, þar á
meðal Haraldi konungi harðráða. Hann var og farsælli en aðrir
menn, segir sagan, og kom aldrei skipi sínu norðar en á
Eyja-fjörð og eigi vestar en í Hrútafjörð. Hann gerðist svo
auð-ugur, að hann átli tvo knerri í kaupferðum, og var talinn
auðugastur þeirra kaupmanna, sem komu til Islands á þeim
tima.

Hann keypti land á Mel í Miðfirði og reisti þar
rausnar-bú, og var þá sagt að hann ætti eigi minna fje en þrír þeir
menn, er þá voru auðugastir á íslandi.1) Nokkuð af þessu er
að eins gum, og enginn gat heldur vitað með vissu um þetta,
þvi að eignir manna voru eigi virtar fyr en tíund var i lög
leidd í lok 11. aldar. Pá er Oddur hafði búið nokkur ár, fór
hann utan kaupferð með vörur sinar og kom út sumarið
eptir. Váli frændi hans fór þá með honum og mun hann
hafa verið fyr í förum með honum. Hann fór um sveitir og
seldi varning þeirra. Enn fór Oddur kaupferð eitt sumar til
Orkneyja, á meðan átta höfðingjar, hinir svo nefndu
»banda-menn«, sófctu hann á alþingi fyrir litla sök í þeim tilgangi,
að sölsa undir sig fje hans. í Orkneyjum keypti hann malt
°g korn, og er hann hafði lokið erindum sinum, hjelt hann
aptur til Islands, kom í Miðfjörð og var einar sjö vikur í
ferðinni. Hann kvongaðist þá Ragnheiði Gellisdóttur
Þorkels-sonar frá Helgafelli.

Af síðustu kaupferð Odds til Noregs er til dálítill þáttur.
Hann tók þá land norður við Finnmörk og var þar um
vet-urinn (um 1054—1055). Noregskonungur átti þá einn rjett til
kaupskapar við Finna og mátti því enginn maður fara þang-

’) Band. 4-6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0753.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free