- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
745

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

745

blandað saman Jóni til vegsemdar, án þess að gætt væri að
timatalinu.

Teitur Gissurarson fór til íslands eptir þetta, liklega hið
næsta sumar. En Gísl Illugason var með Magnúsi konungi og
fór með honum i leiðangur vestur um haf (1098—1099).
Seinna fór hann til íslands og staðfestist þar. Hann orti
erfi-drápu eptir Magnús konung (f 1103).1)

Þorsteinn, islenskur maður, var i Niðarósi 1096—1097,
auðsjáanlega i kaupskaparerindum, sjerstaklega til að afla
húsaviðar. Um hann er það eitt kunnugt, að hann var í bát,
sem hann átti, við bryggjurnar i Nið, þá er Gisl Illugason
veitti Gjafvaldi banatilræðið. Báturinn var hlaðinn skiðum (þ.
e. þunnum viði, borðviði). Gisl hljóp út á bátinn til
f"or-steins og svörfuðust skiðin utanborðs, en Gísl reri þegar yfir
ána á bátnum með Þorstein í, til þess að forða sjer. Fyrir
það vildu konungsmenn gefa forsteini sök, en Gísl
sann-færði þá um, að hann væri saklaus og hefði eigi getað varið
sjer bátinn, svo lítill sem hann var.2)

Á 12. öld eru fáir íslenskir kaupmenn nefndir. Elstur
þeirra er Hermundur Þorvaldsson úr Vatnsfirði. Hann
hafði verið i útförum með Sigurði konungi Jórsalafara (1107—
1111). I þeirri ferð kyntist hann norrænum manni, er Arni
hjet og kallaður var fjöruskeifur, og voru þeir síðan fjelagar.
Segir siðan eigi af þeim fyr en 1117 á Islandi. Munu þeir
hafa komið út þá um sumarið. Þeir tóku land á Eyrum og
áttu þá skip saman. Árni var um veturinn heimamaður
í*or-gils Oddasonar á Staðarhóli. Fyrir þvi sendi 3?orgils honum

’) Ems. VH, 29—40; Jóns. s„ Bps. I, 156—157, 221—227, 229;
Msk. 132-133, 136, 144-147, 150; Fms. VII, 6-9, 15, 16, 43-46, 49,
53, 57_58. Nokkur ósamkvæmni er á milli sögu Magnús berfætts
°g sögu Jóns hins helga eptir Gunnlaug munk. í Fms. VII, 35 er
gestahöfðingi konungs nefndur Sóni, en Auðun í sögu Jóns, Bps. I,
222, 224, 225, 226. í Jóns s„ Bps. I, 221, er Teitur nefndur ísleifsson
biskups, eins og það hafi verið Teitur i Haukadal, hinn nafnkunni
kennari Ara hins fróða, hróðir Gissurar hiskups, en eigi Teitur sonur
hans. í Morkinskinnu eru tilfærðar vísur Gísls, en ekkert segir samt. þar
aJ vígi Gjafvalds nje atburðum þessum. Snorri Sturluson getur þeirra
eigi heldur. Jón biskup er líka látinn segja i ræðu sinni, að
Islend-mgar sjeu jiegnar konungs »sem þeir er hjer era innanlands«; Fms.

37; Bps. I, 223; bendir jietta líklega á, að ræða Jóns biskups sje
samin eigi fyr en seint á 13. öld. 2) Fms. VII, 31-32.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0757.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free